Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1962, Síða 33

Kirkjuritið - 01.05.1962, Síða 33
KIRKJURITIÐ 175 kirkjunni væri að liverfa úr ösku vestrænnar tíðarandaþjónk- unar í eld ráðstjórnarskipulags, sem þarna er boðað. Er ekki enn Ijóst eftir öll þessi ár, að ríki Krists er ekki af þessum heimi? Var það ekki kröftuglega auglýst með minnisstæðum athurðum? Ytra lögmál, fast skoðanakerfi mótað af mann- legum nefndum og ráðum, er það kristindómur? Þvingun presta og safnaða til fylgis við slík mannaverk, er það kristindómur? Hér er boðað lögmál, en ekki kristni. Varist súrdeig fariseanna! ,, Mikið var rætt um nauðsyn presta á framhaldsnámi“, segir í grein um norrænan prestafund. — Já, sannarlega, mikil er sú nauðsyn! En ekki fyrst fræðsla í nýjungum í vísindagreinum „undir leiðsögn prófessora og fleiri sérfræðinga“. Hvorki Jesús frá Nazaret né lærisveinar lians höfðu „licent- iat“-gráðu til að púkka upp á. Samt unnu þeir nokkurt starf. Ekkert er svo sem á móti „djúptækri guðfræðilegri þekkingu“, en hún er liismi eitt hjá þeirri raunþekkingu. sem sprettur af lífi í Kristi. Hvers vegna öll þessi eftirsókn eftir vindi? Það þætti h'klegt ráð við þorsta að þeysa á harðahlaupum kringum lindina, gleypandi eintómt loft!! Er það óttinn við að sjá eigin mynd speglast í lygnum lindarfleti, sem gefa fót- unum svo mikla fimleikalivöt? Væri ekki helzt Jiörf á fram- haldsnámi í smælingjahætti þeim, sem kemur auga á sann- leikann, sem spekingum og liyggindamönnum er liulinn? Hin eilífa kirkja Guðs á liimni er Kristur. Biðjum þess, að svo megi verða á Jörðu sem á Himni. Úljnr Ragnarsson. FÁAR FRIÐARSTUNDTR Jj E R virðist sagan, sem þú segir í marzhefti Kirkjuritsins þetta ár á hls. 119 og áfram, minna þig á rothögg, þótt þú jatir jafnframt, að þau eigi sér misjöfn stig, eins og fleira í mannheimum. í rauninni er sagan sorgarsaga. Við hugsum okk- ur bóklegar menntir hornstein að menntun, og mun ekki um það deilt, að jiær eiga þar gagnmerku hlutverki að gegna. Og

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.