Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1962, Side 38

Kirkjuritið - 01.05.1962, Side 38
KIRKJURITIÐ 180 sem að gagni gæti komið í þessum störfum. Hefur íslending- um verið boðið á þessi námskeið og nokkrir notfært sér það og orðið stórhrifnir af dugnaði, áhuga og öllu, sem þarna fer f ram. Samtökin gangast einnig fyrir ársmótum til að ræða sín mál og vekja áhuga og eftirtekt á starfsemi sinni, og kirkjur Norðurlanda halda sambandsþing sinna bindindissamtaka ann- að livert ár. Hingað til liefur íslenzka kirkjan aðeins átt þar gesti en ekki fulltrúa. Það er því ekki vonum fyrri, að slík samtök eru stofnuð liér, og væri naumast vanzalaust að sitja aðgjörðalaus hjá og horfa á svona starfsemi án einliverrar þátttöku, svo brýn sem þörfin er þó hér á landi. Söfnuðir í Reykjavík, Hafnarfirði og Kópavogi liafa nú þegar lýst yfir vilja sínum til stofnunar samtakanna og kosið hráðabirgðastjórn, sem undirbýr framhaldsstofnfund síðar í vor. Nauðsynlegt er að allir söfnuðir á þessu svæði verði í sam- tökunum, helzt frá upphafi og fylgist vel með öllu, sem gjört verður til eflingar markvissu bindindisstarfi innan kirkjunnar. Svíar verja til starfseminnar allt að fjórum milljónum ísl. króna árlega. Og sést á því að þeirn finnst það mikilsvert. Hér er því merk byrjun, sem lilúa verður að til vaxtar og viðgangs eftir föngum. Þótt við verðum ekki þess umkomin að ganga í spor millj- ónaþjóða, þá geta samt íslenzkir söfnuðir unnið þarna stór- virki, ef þeir eru vakandi og samtaka, gengist fyrir eftirliti með unglingum, fræðslu um bindindismál, hindindisdögum í kirkjum, harnastúkustarfi, námskeiðum og einnig hjálp við lieimili, sem eru í hættu vegna áfengisbölsins. Akrarnir eru hvítir til uppskeru, en verkamennirnir fáir. Verlu húsbóndi vilja Ju'ns o<; hjú samvizku þinnar. — Von Ebner Eschan. Maúur getur oriVió sáluhólpinn án verka lögmálsins, en ekki án verka trúarinnar. — Joliann von Goch. Hvers vegna þarftu alltaf aiV trúa á efa þinn og efa trú þína. EfaiVu vio og viiV ofurlítið efa þinn og trúiVu í staiVinn ögn á trú þína. — Oljert Ricard.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.