Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1962, Blaðsíða 40

Kirkjuritið - 01.05.1962, Blaðsíða 40
182 KIRKJURITIÐ ast er það' lieim þar sem barnaskónum var slitið. „Því römm er sú taug, sem rekka dregur föðurtúna til“. Ein minning er mér hugstæðust í svipinn. Það er lieiðskír og bjartur júní-dagur árið 1900. — Við vorum að flytja til Hælavíkur frá Höfn. Ég var strax hrifinn af umhverinu. Allt var að skrýðast húningi vorsins, angandi ilmur af blágresi og blómum, liólarnir, grundin, bæjarhlíðin, sauðablíðin, foss- inn, sem skilur þær að og Mávatjörnin, síðast en ekki sízt bjargið, og óraði mig ekki þá fyrir samskiptum okkar um ára bil. Svo var það bærimi, baðstofan var portbyggð með lofti. Mér er það jafnljóst fyrir hugskotssjónum og eins og það befði gerzt í gær, sem fyrir augun bar, er ég kom upp á loft- skörina. Ég gæti lýst þessu öllu nákvæmlega — en það er aðeins eitt rúmið, sem hugur minn dvelur oftast við, það er að segja það, sem í því var. Lítið stúlkubarn á skyrtubol ný- vaknað af værum blundi. Ég varð mjög feiminn, langaði að heilsa þessu liuldubarni og leika við það, en litla stúlkan færðist undan, vildi atiðsjáanlega ekkert eiga saman að sælda við svona strák. Ég var að vísu fimm árum eldri og það er mikill aldursmunur á bernskuskeiði. Þetta var uppliaf ævintýrisins mikla, því þessi litla stúlka varð ævifélagi minn seinna og til þessa dags, og reyndist verki sínu vel vaxin. Ég minntist á bjarg- ið áðan. Mig langar að segja litla sögu, sem sýnir æðri liand- leiðslu. Það var ein atvinnugrein við björgin að „Ganga undir bjarg“, sem kallað var lijá okkur. Það varð að sæta hjá sjávar- föllum, þ. e. fjöru til að komast þangað. Einn morgun í góðu veðri lagði ég í eina slíka ferð. Stórstreymi var og því góð fjara til að komast fyrir „Röndina“, og jafnvel austur fyrir „Hæl“, en svo liét klettabrík, er gekk í sjó fram þar sem göngubjargið endaði. Nú er að segja frá því, að ferðin gekk vel, nóg af fugli við bjargið og vel gekk að skjóta. Þegar ég var kominn að Hælnum, greip mig áköf löngun að fara austur fyrir. Dálítill brimsúgur var, svo ég var á báðnm áttum. Þó réði ég af að fara fyrir Hælinn. Það var ekki djúpt að vaða rúmlega í bné. Svo var farið að skjóta blessaðan fuglinn, og ég bélt áfram austur að Vog. Lengra varð ekki komizt. Það var snúið við til heimferðar. Þá varð mér litið út á sjóinn og sá þá, að brimið bafði færzt mjög í aukana, svo ég liraðaði mér til baka. Þegar að Hælnum kom, var komið aðfall og mér sýndist
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.