Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1962, Síða 47

Kirkjuritið - 01.05.1962, Síða 47
KIRKJURITIÐ 189 Næ6ta kvöld talaöi frú Rósa B. Blöndal uin heimilið og kirkjuna. I'rú Svanlaug Sigurlijörnsdóttir lék ó gítar, en frú Stefanía Gissurardóttir söng einsöng. I’riðja kvöldið liélt frú Anna Magnúsdótlir erindi uin heimilið og skól- ann. Áheyrendur voru niargir öll kvöldin. Á Æskulýðsdegi Þjúökirkjunnar var formlega stofnað Æskulýðsfélag Batreksfjarðarkirkju með 40 meðlimum á aldrinum 12 til 15 ára. Höfðu áður verið haldnir fundir til að kynna markmið félagsins og undirbúa stofnunina. Eru fundir nú haldnir vikulega undir leiðsögn sóknarprests- ins, séra Tómasar Guðmundssonar. Á I’atreksfirði er nýlokið Kirkjuviku, sem mjög var sótt. Erindi fluttu Ágúst II. I’étursson, sveitarstjóri, er talaði uin efnið: „Er kirkja Krists í hættu stödd?“, Ari Kristinsson, sýslumaður flulti erindi um lielgidagalög- gjöfina, Steingrímur Gíslason, verzlunarmaðnr, flutli „Hugleiðingu um kærleikann“ og sóknarpresturinn, séra Tómas Guðmundsson talaði um ferminguna og fermingarundirbúninginn og kynnti starfið á Barnaheim- ilinu að Sólheimum og ræddi um Sumarbúðir kirkjunnar og æskulýðsstarf hennar. Kirkjukórinn undir stjórn Jóns Björnssonar organista kirkjunn- ar söng öll kvöldin. 4 Pálmasunnudag var haldið mjög fjölinennt nemendamól í samkomu- húsinu, Húnaveri. Er |>að annað slíkt kristilegt niót, sem lialdið er fyrir •uigt fólk á svæði, sem nær yfir Bólstaðarhliðarhrepp, Engihlíðarlirepp og Svínavatnshrepp í Æsustaðaprestakalli, Húnavatnssýslu og Seyluhrepp, Lýtingsstaðahrepp, Rípurhrepp og Staðarhrepp í Skagafjarðarsýslu. Voru mættir á nióti þessu 2 prestar, á annan tug kennara auk 50 fullorðinna, en tala ungmenna og harna var á annað hundrað, þannig að mótið sóttu milli 170 og 180 gestir. Dagskrá mótsins var mjög vönduð og flutt af ungmenn- unum sjálfum undir stjórn kennara og presta. Var m. a. fluttur þáttur um sera Matthías Jochumsson af hörnum úr Rípurhreppi undir stjórn Lilju -’igurðardóttur, kennslukonu, var fyrst rakin ævisaga þjóðskáldsins, en svo flutt ljóð og sálmar eftir hann, sumt lesið, annað sungið eða flutt af talkór. Kvenfélagskonur gáfu öllum veitingar, enda er mikill áhugi meðal for- eldra harnanna á mótum þessum. en hið fyrra var haldið að Löngumýri fehrúar s. 1. Stjórnandi mótsins var séra Jón Kr. ísfeld, en auk lians töluðu séra Gunuar Gíslason og Ingihjörg Jóhannesdóttir, skólastjóri. Séra Jakob Kristinsson varð áttræður 13. maí. Ilann er Eyfirðingur. Út- skrifaðist úr guðfræðideildiuni 1914. Var síðan prestur mcðal íslendinga 'estan hafs í 5 ár. Forseti Islandsdeildar Guðspekifélagsins 1920—’28 og attl þá heima í Reykjavík. Skólastjóri á Eiðum í 10 ár, fræðslumálastjóri í finun ár. Sannmenntaður og hið mesta göfugmenni. Málsnjall með afhrigðum, prúður og vinsæll. Dáður áhrifamaður. Víðfeðmur og langskyggn, friðelsk- andi, en óhvikull í fylgd sinni við það, sem hann hefur talið sannast og féttast.

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.