Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1962, Page 48

Kirkjuritið - 01.05.1962, Page 48
190 KIRKJURITIÐ Suntiudaginn þann 1. apríl s. 1. hélt Kirkjukórasaniband Húnavatns- prófastsdæmis söngmót í samkoniuhúsinu á Blönduósi. Fjórir kirkjukórar tóku þátt í þessu söngmóti og voru þeir þessir: Kirkjukór Blönduósskirkju, Kirkjukór Þingeyrakirkju, Kirkjukór Undirfellskirkju og Kirkjukór Skagastrandarkirkju. Sr. Þorsteinn B. Gíslason prófastur í Steinnesi setti mótið með ræðu. Þá söng hver kór 3 lög sjálfstætt, en síðan sungu allir kórarnir 6 lög sam- ciginlega. Söngstjóri var Guðmann Hjálmarsson á Blönduósi, en undir- leikarar þau Sigrún Gríinsdóttir frá Saurbæ í Vatnsdal og Kjartan Jó- hannesson söngkennari frá Stóra-Núpi í Arnessýslu; léku þau undir á orgel og píanó. Kjartan Jóhannesson söngkennari hafði verið í prófasts- dæminu og þjálfað kórana og var þetta söngmót árangurinn af starfi lians. Er samsöngnum var lokið var setzt að sameiginlegri kaffidrykkju á Hótel Blönduós, og þar fluttu ræður þeir sr. Þorsteinn B. Gíslason prófast- ur, sr. Gísli H. Kolbeins prestur á Melstað í Miðfirði og sr. Pétur Þ. Ingjaldsson á Höskuldsstöðum. Prófastur afhenti Kjartani Jóhannessyni liækur að gjöf frá kórunum, í þakklætisskyni fyrir starf lians í þágu kór- anna. Eg vil að lokiun geta þess að áheyrendur á söngnum voru margir. Kór- arnir þakka Kjartani Jóhannessyni söngkennara hjartanlega fyrir hans mikla starf. GuSm. Kr. Guönason. Kirlcjukvöld (Ur bréfi) Kæri kollega! Mig langar til að þakka þér fyrir síðustu heftin af Kirkjuritinu. Af efni undanfarinna mánaða þótti mér einna athyglisverðust grein Gylfa As- mundarssonar, sálfræðings, og bendir hún okkur á, hve umfangsmikið starf okkar prestanna er og hver þörf kirkjunni væri t. d. í Reykjavík, að eiga sérfræðinga á ýmsum sviðum preststarfsins, til þess að kirkjan geti látið að sér kveða á sínum gamla liaslaða velli, sáiusorguninni, hrynjuð þeirri þekkingu, sem nútíma sálfræði getur veitt okkur. Kirkjulífið hjá okkur í sveitinni er í föstum farvegi, sem erfitt er að lireyta. Ég gerði þá tilraun að liafa kirkjukvöld liér í Hvammi. Kirkju- vika er of mikið hér í dreifbýlinu. Erindi fluttu, auk mín, séra Eggert Olafsson á Kvennahrekku, séra Ingi- herg J. Hannesson á IIvoli og Geir Sigurðsson á Skerðingsstöðum. Aðalefni kirkjukvöldsins var samfelld dagskrá um ævi sr. Friðriks Friðrikssonar, sem ég liafði tekið saman, og var flutt af okkur preslunum og Einari Kristjánssyni á Lauguin og Sigríði Sigurðardóttur í Sælingsdals- tungu. Kirkjukórinn söng sálma eftir sr. Friðrik á milli atriðanna. Þetla var mjög vel sótt og þótti mönnum þetta skemmtileg nýbreytni. Þea var 1. sunnud. efir páska, 29. apríl. Það sem fyrir mér vakti var, að fá einhver verkefni, sem leikmenn gætu unnið að, utan liins þrönga sviðs, sem kirkjukórinn er. Ásgeir Ingibergsson.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.