Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1962, Side 53

Kirkjuritið - 01.05.1962, Side 53
KIRKJURITIÐ Prestastefna Islands 1962 verSur að forfallalausu í Reykjavík dagana 19.—22. júní. Dag- skrá hennar verður í aðaldráttuin þessi: Þriðjudaginn 19. júní kl. 1,30: Guðsþjónusta í Dómkirkjunni. Biskupinn í Kaupmannahöfn, dr. theol. Westergárd-Madsen, sem verður gestur prestastefnunnar, prédikar. Sama dag kl. 2: Setning prestastefnunnar með venjulegum hætti í kapellu og hátíðarsal Háskólans. — Kl. 4: Kristin lýSmenntun. Framsögumenn: Þórarinn Þórarinsson, skólastjóri, Eiðuin, og sr. Eiríkur J. Eiríksson, Þingvöllum. Miðvikudaginn 20. júní verður fundarhlé vegna aðalfundar Presta- félags Islands, sein haldinn verður á Þingvöllum þann dag. Fimtudaginn 21. júní kl. 9,30: Morgunbænir í kapellu Háskólans. Dr. theol. Ásmundur Guðmundsson, biskup. Kl. 10: Erindi. Dr. Westergárd-Madsen. Umræður um mannúðar- starfsemi safnaða. Kl. 2: Umræður um kristna lýðmenntun. Kl. 6 flytur sr. Jón Bjarman erindi: Hvað hef ég lært vestan hafs? Föstudaginn 22. júní kl. 9,30: Morgunbænir. Sr. Sveinn Ogmunds- son. KI. 10: Erindi. Séra Clifton M. Weihe, framkvæmdastjóri út- breiðsludeildar lúthersku kirkjunnar í Ameríku. Kl. 10,30: Framhald umræðna. Kl. 2: Fundur ineð próföstum. Kl. 4: Nefndir skila áliti. Önnur mál. I sainbandi við prestastefnuna flytja frú Auður Eir Vilhjálms- dóttir, cand. theol., og dr. Þórir Kr. Þórðarson, prófessor, erindi í útvarp. Dagskráin verður nánar auglýst síðar. Reykjavík, 14. maí 1962 Sigurbjörn Einarsson.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.