Alþýðublaðið - 12.05.1923, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 12.05.1923, Blaðsíða 1
Ge£d ait aJ AlþýOtiiloULjnim 1923 Laugardaginn 12. máf. 105. tölublað. Al leiksloknm. 20 og 14 þinginenn „finna ekki ástæðu" til vantrausts. Stjórnarandstæðingar að eins 5. Þingsályktunartillaga sú um vantraust á stjórninni, er Eiríkur Einarsson flutti í sameiouðu þingi, hljóðaði svo: »Alþingi ályktar að íýsa yfir vantrausti á stjórn þeirri, er nú fer með völd í landinu.< Á árdegisíundi í sameinuðu þingi í gær var samþykt að hafa eina uraræðu um tiilöguna, og fór sú umræða fram í gærkveldi. Ólíkt því, sem vant er, þegar vantrauststillaga er á ferðinni, voru umræður . fremur .daufar. Flutningsmaður mæiti með sain- þykt tlllögunnar og ávít/aði stjórnina, að vísu fremur Hnlega, og í annan stað kvað haiin þingræðislega nauðsyn að fá að vita, hvort stjórnin hefði meiri hluta við að styðjast. Þorleífur Jónsson skaut skiidi fyrir stjórn ina með svo hljóð.andi rökstuddri dagskrá: >Með því að Aíþingi hefir nú staðið nærfelt 3 mánuði, þirig- lausnir ákveðnar og kosningar fyrir dyrum, finnur þingið ekki ástæðu til að afgreiða þessa tillögu og tekur því iyrir næsta mál á d=i«skrá.« Þótt rökstuðning þessarflr dag- skrár væri nokkuð tímabundin og sámhengið ekki sem íjósast milli ástæðu og athafnar, þá mælti .flutningsmaður með því að samþykkja hana, Mun þessi dagskrá og hafa verið borin fram af stuðningsfiokkum stjórnarinn- ar, Framsóknar- og Sjálfstæðis- flokkunum. Af hálfu hins eig- inlega aftuthaíd-flokká, hvíta bandalagsins eða hya/7 það nú heitir, taiaði Magnús Gaðmunds- Lelkfélag Beykjavikm?.' Æfintýri á gðnguför verður leikið annað kvöld kl. 8. —• Aðgongu- miðar seldir á laugardag frá kl. 4-—7 og á sunnudag frá kl. 10 — 12 og eftir kl. 2. son, og varð ekki betur heyrt en hann verði stjórnina, enda kvaðst hann ekki myndu greiða atkvæði með vantravjfsti né he'd- ur dagskránni. Forsætisráðherra hélt uppi vörnum fyrir stjörnina, og lýsti hann yfir því, að hann teídi dagskrána fulla trytjging þess, áð þingræðið varðveittist, þ. e. að hann liti á hana sem traustsyfirlýstngu. Að lokinni uroræðu var dag- skráin borin undir atkvæði að viðhöfðu nafnakalli og samþykt með 20 atkvæðum gegn 5; 14 greiddu ekki átkvæði fyrir utan íorsætisráðherra, og 2 voru ekki viðstaddir. Já sögðu: Einar Árna- son, Guðm Gtiðfinnsson, Guðm. Óiafsson, Gunnar Sigurðsson, Hjöttur Snorrason, Ingólfur Bjarnason, Jónas Jónsson, Karl Einarsson, Lárus Helgason, Pétur "Þórðársoh, Sigurður Jónsson, Stefán Stefánssón, Sveinn Ólafs- son, Þorl. Guðmundsson, Þorl. Jónsson, Þorst. M. Jónsson, Magnús Kristjánsson, Benedikt Sveinsson, Bjarni frá Vogi og Björn Hallsson. Nei sögðu: Ei- ríkur Einarsson, Jakob Mðller, Jón Baldvinsson, Magnús Jóns- son og Magnús Pétursson. Þeir, sem ekki greiddu atkvæði, voru: Einar Þorgilsson, Halldór Steins- son, Ingibj. H. Bjarnason, Jóh. Jóhannesson, Jón Auðunn Jóns- son, Jón MagnúsBon, Jón Sigurðs- son, Jón Þorláksson, Magnús Guðmundsson, Ölaíur Proppé, Pétur Ottesen, Sig. H. Kvaran, Þórarinn Jórisson og Björn Knstjóhsson. Fjarstaddir voru Sú þviðja hefir farið sigurfOr um allan heim. Söguútgáfan, Reykjavík* Sigurður Stefánsson og Hákon Kristófersson. Niðurstaðan af þessari ein- kennilegu Iiðskönnun í þinginu er þá sú, að að eins 5 þingmenu eru með þvf að lýsa yfir van- trausti á stjórninní; 20 þingmenn >finna ekki ástæðu« til yantrausts og 14 taka sér sömu aðstöðu sem sjálfur forsætisráðherrann, sem nærri má geta hvott ekki treystir stjórninni, enda hefir sijórnin bersýniiega tekið áðferð þeirra sem vitni um traust, þar s^m hún sagði ekki af sér, þótt sumir þeirra, er með dagskránni voru, svo sem t. d. Magnús Kristjánsson, lýstu yfir því, að f því fælist ekki neitt traust af sinni hálfu. En hvað sem öðrú Iíður, hve miklu sem tapað er fyrir ýmsa við þessa meðferð á þingræðinu, er eitt unnið: Með heríni er í tveim dráttum dregin upp skýr- asta myndin, sem völ er á, af stjómarfarinu í landinu, og þessir drættir eru: vesalt þing og lítil? þæg stjórn. , Þrátt fyrir alt verður þessi óviljandi einkenning líklega mesta afreksverkið, sem eftir þingið liggur, og því er svo ítarlega frá þessu sagt hér. »Fátt er svo ilt, at einugi dugi,< rætist nú á þinginu, og er það þó betra en ekkert.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.