Muninn

Árgangur

Muninn - 01.11.1990, Blaðsíða 8

Muninn - 01.11.1990, Blaðsíða 8
Svo kenndi hann mér dönsku í 7., 8. og 9. bekk. Uppá- haldskennarinn minn, öllum fannst hann skemmtilegur. Hann tók alltaf nógan tíma í að tala við okkur og hlustaði á það sem okkur fannst. Ég var samt eina stelpan sem átti hann sem vin. Ég mátti alltaf koma til hans. Eiginlega var hann eini vinurinn sem ég átti. Ég trúði honum fyrir öllu. öllu! Hann þekkir mig alla! Þetta ógeð. Ég skal aldrei tala við hann aftur, aldrei! En hann sagði mér líka allt. Ég vissi alveg um kærust- una sem hann átti einu sinni og dó í flugslysi. Hann varð svo blíður í röddinni þegar hann minntist á hana. Við skildum hvort annað. Haxm sagði að ég væri skarpari en öll hin og að ég yrði að kunna að meta það. En ég vildi ekki vera efst í bekknum og heyra alla krakkana kalla mig kennarasleikju. Ég hljóp alltaf til hans þegar þau stríddu mér og hann huggaði mig og kallaði mig litlu öskubuskuna sína. Hann var svo góður. Af hverju gerði hann þetta? Hann sem útskýrði meira að segja fyrir mér tíðahringinn og kenndi mér hvernig ég ætti að tala við stráka. Hann veitti mér öryggi. Besti vinur minn. Nei, ég hata hann! Hann kyssti mig! Sagðist elska mig - ég ætti alltaf að vera prinsessan hans. Hann strauk á mér bijóstin, kyssti þau! Kyssti mig alla og reyndi að... Nei! Hvers vegna gerðirðu mér þetta? Ég hafði ekki séð þig í tvö ár. Þess vegna hljóp ég í fangið á þér eins og ég gerði alltaf - faðmaði þig og við dönsuðum eins og þegar ég var lítil nema núna... Ég sé ekki lengur húsin og trén hverfa framhjá. Augun eru bólgin og mig svíður í kinnamar. Ég get ekki hlaupið lengra. Get það ekki. Ég leggst niður í snjóinn og hríðin skellur á mér - kaldari og kaldari. Hún slær mig. Og hvert snjókom er svipuhögg sannleikans. Hinn kaldi raunveruleiki. En ég vil bara loka augunum og láta fenna yfir mig. Nei, þú getur ekki flúið sjálfa þig. Þú verður að horfast í augu við lífið. Þú ert ekki lengur litla öskubuska. Þú ert orðin prinsessa. Núna áttu kjóhnn, þinn eigin líkama. "Einhvem tímann verður þú prinsessa," glymur í hausnum á mér og þó ég þrýsti andlitinu ofan í snjóskaflinn veit ég að hann sér mig með augum prinsins. Ég verð að líta upp! Tárin mín eru frosin. Ég stend á fætur - það hríðar ekki lengur. Drífa Þuríður Arnþórsdóttir 8

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.