Muninn

Árgangur

Muninn - 01.11.1990, Blaðsíða 12

Muninn - 01.11.1990, Blaðsíða 12
Það fæðast allir til þess að deyja -Af hveiju segirðu það? sagði annar þeirra, stuttu eftir að hinn hafði sleppt orðinu. -Er það ekki augljóst? svaraði hinn. Ódauðleiki er ekki til, þar af leiðandi deyja allir, ég og þú, og allir hinir hka. Það hljóta allir að fæðast til þess að deyja. Þeir sátu inni á kaffihúsi og spjölluðu saman. Tveir vinir sem höfðu þekkst síðan í æsku en höfðu hvor um sig valið ólíkar leiðir í þjóðfélaginu. Annar þeirra var verkamaður, en hirrn var lögfræðingur. Þeir mundu hvorugur hvemig þeir höfðu kynnst, og þaðan af síður hvernig sú venja hafði komist á að hittast á sama kaffihúsinu kl. 6 á mánudögum og fimmtudögum, þetta hafði bara þróast svona. Reyndar gátu þeir ekki alltaf hist á þessum tíma, stundum kom það fyrir að annar hvor þurfti að vinna lengur, og það var næstum aldrei lögfræðingur- inn. En annar hvor þeirra komst alltaf, og það var næstum alltaf lögfræðingurinn. Það var heldur ekki að furða, þetta var ekki nema fimm mínútna keyrsla frá stofunni, en það tók þijú kortér að komast frá höfninni. í strætó. -En lífið? Skiptir það engu máfi? Ég meina, það fifa flestir í a.m.k. 70-80 ár og ekki fer sá tími bara í það að bíða eftir því að maður hrökkvi upp af. Dauðinn getur ekki verið tilgangur þess að fæðast. Hann er kannski afleiðing en fráleitt tilgangur. Nei, það fæðast allir til þess að lifa, njóta lífsins meðan maður getur. Dauðinn er síðan bara óheppilegur fylgifiskur sem oftast er hægt að skjóta á frest, sagði sá sem andmælt hafði fullyrð- ingu félagans. -Illu er best aflokið. 12

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.