Muninn

Árgangur

Muninn - 01.11.1990, Blaðsíða 23

Muninn - 01.11.1990, Blaðsíða 23
Sagan um rauð-blá-hvít-svörtu töskuna Rauð-blá-hvít-svarta taskan lá gjörsamlega hreyfingarlaus við hliðina á jQólubláu vettlingunum og glæra pokanum með brúnu kúlunum. örlítið fyrir neðan hana lá blekpenni, blá- grænn að ht. Taskan hafði ekki tekið eftir hvítu pappírsræm- unni sem tengdi hana við fjólubláu vettlingana, því taskan var bara dauður hlutur sem ekkert gat skjmjað. Rauð-blá-hvít- svörtu töskunni fannst voða leiðinlegt að vera bara dauð og geta ekkert skynjað og stimdi sáran yfir þessum örlögum sínum að fæðast dauður hlutur. Hún var annars allra laglegasta taska, vélofin úr 90% næloni og 10% baðmull á Grikklandi, algerlega hönnuð til að heilla heimska ferðamenn upp úr skónum með fomfálegu útliti sínu og svart-hvítu skúfunum að neðan. En það kemur nú eiginlega ekki þessari sögu við því hún hafði verið keypt og farið með hana til íslands þar sem hún lá á svörtu viðarborði með ljósum viðarkanti. En mitt á þeim stað þar sem Rauð-blá-hvít-svarta taskan lá, tengd með hvítri pappírsræmu við fiólubláu vettlingana og vorkenndi sér ægilega af því að hún fæddist dauð, hafði áður einungis örfá mólíkúl að mat og skít hversdagsins sem ekki höfðu þurrkast af við seinustu þurrkim. En það er nú ekkert merkilegt nema hvað mörg þeirra klesstust á mjög dónalegan hátt á þá hhð sem snéri að borðinu. Veslings mólikúhn gátu ekkert að þessu gert af því að þau vom öll dauð líka. Þeim fannst samt mjög leiðinlegt að þurfa að klessast svona dónalega á töskuna. Aumingja litlu Rauð-blá-hvít-svörtu töskuna langaði mest til að hágráta en það gat hún ekki svo sárindin söfnuðust upp í stóran haug í maganum á henni. Ef ekki hefði verið fyrir hvíti pappírsstrimillinn sem tengdi hana við fjólubláu vettling- 23

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.