Muninn

Árgangur

Muninn - 01.11.1990, Blaðsíða 25

Muninn - 01.11.1990, Blaðsíða 25
Lítil saga Ég tók einn bita af eplinu. Stjúpan mín vonda hló iUgimis- lega og flýtti sér heim að tala við spegilinn sinn. Nú átti ég að hníga niður á sviðið, á sannfærandi hátt. En í þetta sinn klikk- aði eitthvað, því ég skall í gólfið með miklum hávaða... Ég lá þama smástund, hálfrugluð. Ég sá stjömur og var með rosalegan hausverk. Þegar ég þreifaði aftur á hnakka fann ég allmyndarlega kúlu. Ég hugsaði til þess með skelfingu hvernig ég yrði, eftir svona 20 æfingar. Kúlótt! Ég tók ákvörð- un um að reyna að standa á fætur. Það tókst. Hvar vom allir? Mér varð Htið fram í sal. Guð minn góður. Hvað var að gerast? Salurinn var troðfullur. Hvert einasta sæti var skipað áhorfanda. Og það átti ekki að frum- sýna fyrr en eftir mánuð! Ég var ákveðin í að halda stillingu minni, en sagði hátt og snjallt: 'Við erum ekki farin að sýna ennþá. Komið bara seinna, og..." Allt fólkið hló. Fólkið? Þetta var ekki venjulegt fólk! í stað hausa vom epli. Eldrauð epli með innsokknum augum. Skelfilegt, ólýsanlegt. Eplaandlitin skellihlógu, svo hýðið kmmpaðist utan af og innihaldið gægðist út á milli spmngnanna. Ég hörfaði aftur á bak og skaust á bak við tjöldin. Ég æddi af stað niður stigann, sem lá niður í kjallara leik- hússins. Mjallhvítarkjóllinn þvældist fyrir og hefti för mína. Ég heyrði í einhveiju koma veltandi niður stigann á eftir mér! Hávaðinn var mikill, það var líkast því sem járnstampur skark- aðist niður eftir tröppimum, einni af annarri á ógnarhraða. Ég þorði ekki að líta við. Bara hljóp og hljóp. Gangamir virtust endalausir. Ég kom auga á hliðargang og skaust þar inn. Ég hallaði mér upp að vegg og hélt niðri í mér andanum. "Hlutur- inn", sem ég sá nú að var risastórt epli, beygði ekki heldur keyrði beint áfram og klessti á vegg sem var framundan. Og 25

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.