Muninn

Árgangur

Muninn - 01.11.1990, Blaðsíða 26

Muninn - 01.11.1990, Blaðsíða 26
varð að klessu, oj bara. Þá komu í ljós grænir, ógeðslegir ormar skríðandi í mjölvanum. Ég skreið frekar en gekk áfram inn litla ganginn og inn um næstu dyr. Til allrar hamingju var þetta mitt eigið búningsherbergi. Ég settist við snyrtiborðið og horíði í spegil- inn. Hárið var tætt, augun tryllingsleg, svitinn rann í lækjum niður andlitið. Ég sat þarna örugglega í hálftíma, örþreytt á sál og líkama. Ég sá hreyfrngu í speglinum! Rautt eplaandht. Það var einhver að læðast aftan að mér. Elskan, stundi rödd leik- stjórans. Ó, nei. Þetta var hann. Ég þekkti fötin hans og vaxtarlagið. En þetta eplahöfuð var reyndar alveg nýtt við hann. Hann staðnæmdist fyrir aftan mig. Lagði hendurnar á bijóstin á mér og kyssti þau svo. Mig langaði að æla! Hann gerðist ágengari. Mér var algerlega nóg boðið. Ég slengdi hendinni í hausinn á honum. Hana nú! Hausinn fór af og klofnaði í miðju. Blóðið gaus eins og í gosbrunni upp ixr búkn- um sem stóð enn á gólfinu. Það htaði herbergið og einnig mig. Hurðin var opnuð harkalega og inn komu dvergamir sjö. Þeir vom ansi brúnaþungir, næstum reiðir. Þeir voru með gamla og ryðgaða kistu. Þeir voru ótrúlega sterkir, og vom ekki lengi að koma mér ofan í. Þeir skelltu aftur lokinu og festu það vel. Svo fann ég að þeir gengu af stað. Mér leið óbærilega. Ég gat mig hvergi hrært, þar sem kistan var lítil. Ég gat varla andað. Ég var að deyja. Það helltist yfrr mig köfnunartilfinning. Bless mamma, var seinasta hugsim mín. Hvemig líður þér spm-ði væmin rödd. Var verið að spyrja mig? Hvar var ég? í himnaríki? Ég opnaði augun ofurvar- lega. Umhverfið var hvítt, alveg eins og ég hafði ímyndað mér. Ég sá konu í hvítum búningi. Sennilega María. Sæl sagði ég hressilega. "Það er mikið að við hittumst". Stiilkan setti upp mjög svo skrítinn svip og hljóp fram. Hún kom stuttu seinna inn aftur og var maður með henni, hvítklæddur. Ég þekkti hann imdir eins. Þetta var einn af dvergunum, í dulargervi. Á því var enginn vafi. Ég setti upp grimmilegan svip og hvæsti: "Farðu! Komdu ekki nálægt mér!". Ég hrækti framan í hann. Hann horfði undrandi á mig og hristi höfuðið. "Ég held að þetta sé ekki hennar deild," hvíslaði hann að stúlkunni. Svo fóm þau. "Það er kominn gestur" sagði stúlkan í hvítu fötunum, seinna sama dag. Ég svaraði ekki. Inn kom kona. Hún gekk 26

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.