Kirkjuritið - 01.04.1963, Blaðsíða 4

Kirkjuritið - 01.04.1963, Blaðsíða 4
KIRKJUItlTIÐ 146 að klæðum liins krossfesta er hreyyt í þá lil launa fyrir starfa sinn. ■— Hví að vera að beina liuganum svo langt aftnr í aldir, virða fyrir sér þessa þjáningu, harmkvæli, synd og kröm? Yæri ekki nær að sinna því, sem er að gerast á vorum eigin dög- um, reyna að lifa sig inn í það, sem nú er að gerast í vorri eigin samtíð? Hví skyldum vér liugsa um dauða Jesú frá Nazaret, þegar ávallt eru einliverjir að deyja í nágrenni við oss sjálf? Vér höfum verið á það minnt einmitt þessa daga, Iiversu skammt er bilið milli lífs og liels. Við strendur vors eigin lands liafa bátar verið að farast. Lítil börn hafa orðið munaðárlaus, og ekkjur og foreldrar gráta ástvini sína. Og auk þess, sem þetta gerist, eru ávallt einhverjir að híða dauðans, sjúkir og þjáðir. Og er mönnum ekki stöðugt burtu kippt, fyrirvaralítið eða fyrirvaralaust, fólki á öllum aldri? Svo eru aðrir, sem þjást, ekki vegna dauðans, hehlur vegna þess, sem lífið leggur á þá, ef svo má að orði komast. Nýlega liefur alkirkjuráðið minnt á það með uinburðarbréfi til allra kirkna, sem í því eru, að nálega helmingur mannkynsins líði skort. Og syndin gerir vissulega einnig vart við sig í vorri tíð. Ekki aðeins með svipuðum hætti og |>egar höfðingjarnir í Jerúsalem framkvæmdu sitt dóms- orð, lieldur einnig synd liins venjulega manns, sem neytir sinnar aðstöðu í tilveruniii á einhvern liátt til að meiða ná- ungann, særa og græta, með hugsunum, orðiim eða gjörðum. Synd mín og þín, sem vér stundum teljum oss trú um, að geri svo lítið til, af því að hún er svo venjuleg, og af því að liún kemst ekki alltaf í hámæli, og lilýtur ef til vill ekki einu sinni dóm sinn hjá samtíðinni, vegna þess að aldarandinn er sljór gagnvart henni. — Hví ekki að beina athyglinni að þessu, i staðinn fyrir að einhlína á kross Krists? Þeir, sem þannig- spyrja, gera þjáningu heimsins í dag að eins konar andstæðu við krossinn á Golgata? Þeir vilja, að vér gleymum krossinum þeim vegna þess kross, sem reistur er í dag. Þeir telja þjáningar Jesú óviðkomandi böli heimsins í dag, dauða lians óviðkomandi dauðanum, eins og liann birt- ist oss, sem nú lifum. En slíkan samanburð getur kirkjan ekki gert. Hún setur ekki þjáningu mannkynsins við liliðina á krossi Krists, held-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.