Kirkjuritið - 01.04.1963, Blaðsíða 12

Kirkjuritið - 01.04.1963, Blaðsíða 12
KI It K J U U1T11) 154 ursamlegum iiætti, liveraig þessir spádómar rætast í tilkomu Jesú frá Nazaret, lífi lians, kenningu og starfi, vitnisburði þeirra votta, sem þá atburði lifðu, og valdi þess kraftar og anda, sem síðan hefur fylgt ófalsaðri boðun kristinnar trúar um gcrvalla jörð. Af þessu leiðir og að skilningur minn á Messíasi, eðli hans, stöðu hans og þýðingu í alheimsáformi Guðs, stöðu hans í sögu mannkynsins og afstöðu hans til manns- ins ákvarðast endanlega af því, sem Nýja Testamentið liefur um þessa hluti að segja. Spámenn Gamla Testamentisins sáu aðeins í blikum og brotum, sáu í skuggsjá og óljósri ráðgátu, jafnvel ])ó að þeir mæltu af spámannlegri skyggni og guðleg- um innblæstri. Aðeins Messíasi einum var þess auðið. að gera fullkomna grein þess, hver hann var samkvæmt ráðsályktun Guðs, og þeim vottum, sem hann hafði gætt valdi og þekkingn til |>ess. Sá vitnisburður allur, sii o[)inberun öll liggur fyrir í Nýja Testamentinu. Einhver innilegasta tjáning hennar eru orðin, sem eignuð eru lærisveininum, sem Jesús elskaði: „Og liann bjó með oss, fullur náðar og sannleika“. Kristin trú byggist að sjálfsögðu á þeirri sannfæringu, að Jesús sé Messías. Um það þarf ekki orðum að eyða. Mönnum kann að virðast sú trú barnaleg, hláleg, eða hégómleg. Við því cr ekkert að gera og það skiptir engu í augum kristins manns. Það, sem á dögum Páls postula var Gyðingum hneyksli og Grikkjum heimska, verður sennilega alltaf hneyksli og heimska í auguin einhverra. Við því er heldur ekkert að gera nema bera fram í djúpri auðmýkt og trúmennsku þann vitnis- burð, fjársjóð, sem vér teljum oss liafa hlotið í því að mega tilheyra því samfélagi, sem Jesús stofnaði á jörðunni og N. T. nefnir Basileia tú þeú konungsríki Guðs. Því að með til- komu Jesú frá Nazaret, sem vér játum að sé Messías, er kristin trú grundvölluð á sögulegri staðreynd, atburði sem liefur gerzt, er að gerast og lieldur áfram að gerast, unz lokið er ætlan Guðs með það mannkyn, sem byggir þessa jörð. Jesús skildi eftir á jörðunni lítið samfélag, sem bann fól meðför þess hjálpræðis og blessunar, sem liann var kominn lil að veita mannkyninu og við þetta samfélag sagði liann upprisinn: Og sjá, ég er með ySur alla daga, allt til enda veraldarinnar. 011 saga þess sam- félags síðan vitnar um dularfullan innri mátt anda, líf og kraft, sem vér teljum að stafi af sí virkri, máttugri nær-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.