Kirkjuritið - 01.06.1963, Blaðsíða 5

Kirkjuritið - 01.06.1963, Blaðsíða 5
Albert Schweitze/ Lotningin fyrir lífinu Tvennt er það einkum, sem varpar skugga sínum á Iíf niitt. Annað er það, að mér virðist þessi heimur vera full- ur óskiljanlegra leyndardóma og mikillar þjáningar. Hitt er það, að mér finnst ég lifa á tímum andlegrar hrörnunar niannfólksins. Ég hef vanið mig á það og jafnan verið til þess fús, að brjóta heilann um þetta hvorutveggja, og það hefur leitt til þess, að ég hef öðlazt jákvæða afstöðu til sið- raennar breytni og lotningu fyrir lífinu. Og þetta hefur orð- ið mér fótfesta í lífi mínu og öruggur leiðarvísir. Því er það, að starf mitt og Iíf í þessum heimi beinist að því að gera mennina djúphyggnari og siðferðilega sterkari rneð því að fá þá til að hugsa. Eg er í fullkominni andstöðu við yfirstandandi tíma vegna þess, að þeir lítilsvirða og vanmeta frjálsa hugsun. Þessa af- stöðu nútímans má að nokkru leyti skýra með þeirri stað- reynd, að hugsunin hefur ekki enn náð því takmarki, sem bún hlýtur að setja sjálfri sér. Hvað eftir annað hefur hugs- unin sannfært sjálfa sig um það, að hún hafi klárlega komið fram með þá heimsskoðun, sem bæði hafi verið í samræmi yið þekkinguna og auk þess fullnægt siðgæðinu. En jafnharð- an liefur tíminn leitt í ljós, að svo var ekki. Það var því ekki ófyrirsynju, að efasemdir vöknuðu um það, hvort hugsunin mundi nokkru sinni reynast fær um að svara spurningunum um tilveruna og samband okkar við hana a pá lund, að fundinn væri hinn sanni tilgangur og innihald lifs okkar. Og nú á dögum bætist við vanmat hugsunarinnar beinlínis vantraust á henni. Hin skipulögðu samtök á sviði stjórnmála, Pjóðfélagsmála og trúmála á þessum tímum, starfa að því að

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.