Kirkjuritið - 01.06.1963, Page 6

Kirkjuritið - 01.06.1963, Page 6
244 KIRKJURITIÐ vinna gegn því, að einstaklingurinn beiti sjálfstæðri hugsun til þ ess að öðlast sannfæringu, lieldur skuli hann taka við þeirri sannfæringu, sem að honum er rétt og aðrir liafa búið til handa honum. Hver sá maður, sem hugsar sjálfstætt og er andlega frjáls, er þeim óþægilegur og ekki eins og hann á að vera. Og það er engan veginn öruggt, að hann verði sam- tökunum nógu þægur ljár í þúfu. Öll félög nú á tímum hugsa fyrst og fremst um það að eflast, en öllu minna um liið and- lega gildi þeirra lmgsjóna, sem þau liafa á stefnuskrá sinni. Þau hugsa minna um einstaklinginn innan vébanda sinna, en um hitt að verða sjálf einhuga og sterk og aðgreind frá öðr- um. Á þann liátt gera þau ráð fyrir að verða öflugust bæði til sóknar og varnar. Af þessum sökum liarmar nútíminn það sízt, heldur bein- línis fagnar því, að liugsunin virðist ekki lengur vera lilut- verki sínu vaxin og gerir ekkert úr því, sem hún hefur til þessa afrekað, þrátt fyrir ófullkomleika sinn. Hann neitar að viðurkenna það, sem þó er staðreynd, að allar andlegar fram- farir til þessa dags eru hugsuninni að þakka, né heldur vill liann íliuga það, að hugsunin kunni, er stundir líða, að verða fær um að fullkomna það, sem henni liefur enn ekki tekizt að ljúka við. En slíkum bollaleggingum vill andi samtíðarinn- ar engan gaum gefa. Hann hirðir um það eitt að gera sem allra minnst úr hugsunum einstaklingsins og fylgir þar trú- lega þeirri fornu reglu: „Og frá þeim, sem ekki hefur, mun tekið verða, jafnvel það, sem liann hefur“. Fyrir því er svo komið, að liver maður verður stöðugt fyrir áhrifum, er að því stefna að svifta liann öllu trausti á eigin liugsun og dómgreind. Þessi andi áþjánar sjálfstæðrar hugs- unar er í öllu, sem liann les og heyrir. Hann er að finna lijá því fólki, sem hann umgengst daglega. Hann býr í þeim stjórnmálaflokkum og félögum, sem hann liefur ánetjast. Hann gegnsýrir öll svið lífs hans. Frá öllum hliðum og á allan liátt er reynt að hamra það inn í manninn, að allur sá sannleikur og öll sú sannfæring, sem hann þarfnist, sé honum í té látin af þeim samtökuin, sem liann sé meðlimur í og þar með háður. Þessi andi tímans sér liann aldrei í friði. Sannfæringunni er æ ofan í æ þröngv- að að honum á svipaðan Iiátt og verzlanirnar í stórborgununt

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.