Kirkjuritið - 01.06.1963, Blaðsíða 7

Kirkjuritið - 01.06.1963, Blaðsíða 7
KIRKJUHITIÐ 245 freista manna með glitrandi og flögrandi ljósaauglýsingum og hvert fyrirtæki, sem telur sig hafa efni á því, lætur ekkert færi ónotað til þess að telja menn á að kaupa heldur skó- svertuna og sápuna hjá sér en einhverjum öðrum. Vegna tíðarandans er nútímamaðurinn neyddur til að leggja sina eigin hugsun og dómgreind fyrir róða, svo hann verði fúsari til að veita viðtöku þeim sannleika sem flokksforustan réttir honum. Og þessum stöðuga áróðri getur hann ekki veitt það viðnám, sem æskilegt er, vegna þess, að hann er þreytt- ur og sundurtættur af önn og erli dagsins og hefur enga sinnu a að einbeita hugsun sinni. Ennfremur er það, að hinar and- Jausu annir og gauragangur hversdagsins hafa þau áhrif á sál lians, að hann fer smátt og smátt að trúa því, að hann sé ekki fær um að krefjast þess af sjálfum sér að hugsa sjálfstætt. Sjálfstraust hans þverrar einnig sökum þess, að hin síaukna °g hraðvaxandi þekking leggst á hann eins og farg. Hann er ekki lengur orðinn fær um að tileinka sér og skilja öll þau osköp af nýjum uppgötvunum, sem sífellt er verið að segja frá; hann verður að viðurkenna þær sem staðreyndir án þess að botna nokkurn skapaðan hlut í þeim. Og þegar viðhorf hans til vísindalegs sannleika er orðið þannig, á hann ekki iangt í land til þess að telja sér trú um, að hann geti ekki heldur treyst dómgreind sinni á sviðum hugsunarinnar, og því se bezt að hugsa sem minnst. Þannig gjöra kringumstæðurnar sitt til að ofurselja okkur tíðarandanum. Utsæði efans hefur fest rætur. 1 raun og veru hefur nú- timamaðurinn ekki lengur snefil af andlegu sjálfstrausti. Að oaki sjálfstrausts í framgöngu leynir hann vantraustinu á smum innra manni. Þrátt fyrir alla sína miklu getu á efnis- sviðinu er hann eigi að síður vanþroskaður, sökum þess að hann er hættur að nota hæfileika sinn til frjálsrar hugsunar. í'að mun ávalt verða mönnum ráðgáta, að þessi kynslóð, sem svo langt hefur skarað fram úr í uppfinningum og tækni, skyldi hafa getað lagzt svo lágt andlega að hætta að hugsa. A þessari öld, þar sem mönnum finnst allt, sem á einhvern uatt niinnir á skynsemisstefnu og frjálsa hugsun, vera bjána- 'egt, úrelt og einskis virði og jafnvel hæðist að þeim mann- rettindum, sem við' liöfðum tryggt okkur þegar á 18. öld,

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.