Kirkjuritið - 01.06.1963, Blaðsíða 11

Kirkjuritið - 01.06.1963, Blaðsíða 11
KIRKJURITIÐ 249 Þessi frumlæga hugsun, sem raunar hefur mjög komið fram í heimspekinni bæði í Evrópu og víðar, er samt ekki fær um að gegna því forustuhlutverki, sem hún áður hafði. Hún verður að víkja fyrir ófrumlægari hugsun. Hún liefur reynzt óhæf vegna þess, að hún fullnægir ekki manninum. Henni sést yfir þýðingu hvatningarinnar til starfs og sið- rænna dáða, sem er innifalin í lífsþrá hins andlega þroskaða nianns. Þess vegna endar Stóuspekin í hugsjón undirgefninn- ar og kenning Lao-tse í því vingjarnlega afskiptaleysi, sem oss Evrópumönnum finnst harla broslegt. Það, sem segja má um sögu heimspekinnar í fám orðum, er það, að hugsanirnar um siðrænan heim og gildi lífsins, sem eru hverjum manni eðlilegar, geta aldrei fyllilega samrýmst rökfræðilegri hugsun einni saman um samband mannsins við alheiminn af þeirri ástæðu, að slík hugsun á þar ekki rettilega við. Þess vegna neyðist hugsunin til að fara nokkrar krókaleiðir að takmarkinu. Fyrir vikið verður til bæði frum- *æg og ófrumlæg hugsun, er þróast geta hlið við hlið og of- !zt saman, svo erfitt getur orðið að greina þar í milli. Þessar krókaleiðir hugsunarinnar stefna einkum að því að reyna að skýra það, að í alheiminum sé vilji til siðræns starfs °g þar sé tilganginn að finna. Hjá hinum yngri Stóuspeking- um, Epictetusi og Markusi Aureliusi, hjá skynsemisstefnu ¦">• aldarinnar og hjá þeim kínversku spekingunum Kung- tse, Meng-tse og Mi-tse er fyrsta viðfangsefni heimspekinnar hin frumlæga spurning um samband mannsins við alheim- Wn. En sú byrjun leiðir síðan til viðurkenningar siðræns heims og lífsgildisins með því að rekja rás heimsviðburðanna aftur á bak til alheimsvilja með siðrænu takmarki, vilja, sem krefst mannanna í sína þjónustu. Aftur á móti er í hugsun þeirri, sem til grundvallar liggur Brahmatrú og Búddahatrú °g hinni indversku heimspeki yfirleitt, svo og heimspeki Schopenhauers, að finna gagnstæða skýringu, þá, að lífið, sem rennur sitt skeið í rúmi og tíma, sé tilgangslaust og eigi að slokkna. Skynafstaða mannsins til alheimsins sé því sú að ueyja heiminum og lífinu. Samhliða þessum hugsunarhætti, sem, að minnsta kosti að Pví er snertir það, hvar hugsanaferillinn byrjar og að hverju stefnt er, hefur jafnan verið frumlægur, kemur fram á sjón-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.