Kirkjuritið - 01.06.1963, Blaðsíða 12

Kirkjuritið - 01.06.1963, Blaðsíða 12
250 KIBKJURITIÐ arsviðið sérstaklega í vestrænni heimspeki önnur tegund liugs- unar, sem er fullkomlega ófrumlæg að því leyti, að hún gjörir ekki afstöðu mannsins til alheimsins að þeirri þungamiðju, sem allt eigi að snúast um. Þessi hugsun beinist að spurn- ingunum nm eðli þekkingarinnar. Hún fjallar um rökfræði- legar bollaleggingar, náttúruvísindi, sálarfræði og þjóðfélags- fræði og sitthvað fleira, eins og heimspekinni væru úrlausnir þessara vandaspurninga sérstaklega viðkomandi og hlutverk hennar væri að vinza úr og skipa í kerfi niðurstöðum þeim, sem hinar ýmsu greinar raunvísindanna hefðu komizt að. I stað þess að hvetja manninn til stöðugrar íhugunar á sjálfum sér og sambandi sínu við alheiminn, þá hrúgar þessi heim- speki að honum niðurstöðum þekkingarfræði, rökfræðilegra bollalegginga, náttúruvísinda, sálarfræði og þjóðfélagsfræði til þess að hann með hliðsjón af þessu einu saman skuli mynda sér skoðanir á lífinu og sambandi sínu við alheiminn. Um þessa hluti ræðir svo nútíma heimspekin við hann eins og liann lifði alls ekki né hrærðist í veröldinni, heldur stæði einhvers staðar utan við liana og virti hana fyrir sér álengdar. Þessi ófrumlæga heimspeki er ósamstæð og sundurleit sök- um þess, að hún lítur á spurninguna um samband mannsins við umheiminn frá sjónarmiðum, völdum af handahófi, eða jafnvel gengur alveg fram hjá benni. Fyrir vikið er hún flögrandi, tilgerð, ósamstæð og meira og minna í brotum. Þrátt fyrir þetta er hún bæði hugsanaauðug og alhæf (uni- versal). I kerfum hennar og kerfabrotum eða kerfisleysi, sem þar ægir saman víða, er þó auðfundið, að þar velta menn fyrir sér heimsskoðunum á alla vegu og frá öllum sjónarmið- um. Hún er einnig sú hagnýtasta sökum þess, að hún fjallar um náttúrleg vísindi, söguleg efni og siðræn vandamál, ræki- legar og dýpra en aðrar heimspekistefnur hafa gjört. Hin alþjóðlega heimspeki framtíðarinnar mun þó vart eiga upphaf sitt að þakka sambræðslu evrópskrar og austrænnar Jiugsunar, beldur samruna frumlægs og ófrumlægs hugsunar- háttar. Dulspekin er harla fjarlæg hinni köldu skynsemisdýrkun okkar tíma. Kjarni hennar er frumlægur hugsunarháttur sök- um þess, að bún fæst beinlínis við það, að gera hvern ein- stakling hæfari til þess að komast í andlegt samband við al-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.