Kirkjuritið - 01.06.1963, Blaðsíða 13

Kirkjuritið - 01.06.1963, Blaðsíða 13
KIRKJURITIÐ 251 lieiminn. En hún er vonlaus um, að slíkt sé mögulegt á vegum rökrænnar hugsunar og hverfur því að hugljómun (intuition) og gefur ímyndunaraflinu alllausan tauminn. 1 vissum skiln- ingi má því segja, að dulspeki, einnig í sinni fornu mynd, hafi þann háttinn á að þræða krókaleiðir að marki að því er hugsunina snertir. En þar sem við viðurkennum þá þekk- ingu, sem leiðir af rökrænni hugsun, geta þær niðurstöður, sem dulspekin kemst að, eftir þeim leiðum sem áður var lýst, ekki orðið andleg eign okkar í því formi sem dulspekin gefur þeim og telur sig hafa sannað. Þar við bætist, að þess- ar niðurstöður fullnægja okkur engan veginn. Um alla dul- speki fyrri alda má segja, að of lítil áherzla sé lögð á hið siðræna. Hún beinir hugsuninni að vísu inn á við, en þó ekki að hinu lifandi siðgæði. Sannleiksgildi heimsskoðunar verður að staðfestast af þeirri staðreynd, að hið andlega við- horf til lífsins og alheimsins, sem hún skapar í manninum geri hvorutveggja að beina liuganum inn á við og skapa starfandi siðgæði. A þeirri hugsunardeyfð, sem einkennir nútímann, er hvorki iiaegt að ráða verulega bót með hinum ófrumlæga hugsunar- hætti, sem reynir að skýra alheiminn eftir kórkaleiðum, né heldur með dulspekilegri hugljómun (intuition). Til þess að kveða niður efahyggjuna, dugir ekkert nema frumlæg hugs- un, sem tekur upp að nýju og þróar þann einfalda hugsunar- nátt, sem öllum mönnum er í eðlið borinn. Hin ófrumlæga hugsun aftur á móti, sem ber á borð fyrir menn þær niður- stoður sem hún hefur komizt að á einn eða annan hátt, er ekki fær um að efla sjálfstæða hugsun þeirra, heldur bein- hnis tekur hana frá þeim og fær þeim annað í staðinn. Og þessi viðtaka annarlegra hugsana truflar og veikir sjálfstæða hngsun einstaklingsins. Hún er skref til þess að taka við að- rettum sannleika og um leið skref til efahyggju. Og það var a þennan hátt, sem hin miklu, þýzku heimspekikerfi, sem tekið var með svo mikilli hrifningu, þegar þau komu fram, nndirbjuggu í byrjun 19. aldarinnar jarðveginn fyrir gróanda efahyggjunnar. Að gjöra mennina aftur að hugsandi verum er þess vegna 1 því fólgið að fá þá til að hverfa að fullkomnu hugsanafrelsi, 8vo að hver um sig megi reyna að afla sér þeirrar þekkingar,

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.