Kirkjuritið - 01.06.1963, Blaðsíða 14

Kirkjuritið - 01.06.1963, Blaðsíða 14
252 KIRKJUIUTID sem hann hefur andlega þörf fyrir í lífinu. Og í þeim hugs- unarhætti, sem á upptök sín í lotningu fyrir lífinu er að finna endurnýjun frumlægrar hugsunar. Þá mun sá straum- ur, sem lengi hefur fólginn verið í djúpinu, koma upp á yfir- borðið. Sú trú, að frumlæg hugsun stefni nú að aukinni viður- kenningu á gildi lífsins og veraldarinnar, en að því hefur hún hingað til unnið með litlum árangri, sú trú er engin sjálf- blekking. Hún er nátengd þeirri staðreynd, að hugsunin er nú orðin raunhæf. Áður var litið á þennan beim sem atburðarás einvörðungu. Hin einu andlegu tengsl mannsins við þá atburðarás voru fólgin í viðurkenning þess að vera henni háður. Afstaða hans til hennar var undirgefnin. Slík heimsskoðun útilokaði, að starfsemi hans hefði nokkurn sjálfstæðan tilgang. Það gefur auga leið, að ekki er unnt fyrir manninn, að ráðast í þjón- ustu þeirrar atburðarásar, sem hann er gjörsamlega ofurseld- ur. Hér er manninum því lokuð leið bæði að sviði hins sið- ferðilega og einnig til aukinnar viðurkenningar á lífsgildinu. Þegar svo er komið, reynir mannleg hugsun, og þó árang- urslaust, að finna einhverja skynsamlega skýringu á þeirri veröld, sem frumlægri hugsun hefur reynzt ofurefli að fást við sökum þess, að heimsmyndin sjálf var svo ófullkomin og h'fi sneydd. Þessi hugsanaviðleitni var einna svipuðust fljóti, sem á leið sinni til sjávar rekst á háan fjallgarð. Vatnið leitar sér að farvegi eftir óteljandi krókaleiðum, en tekst ekki. Það finnur aðeins nýja og nýja lokaða dali til þess að fylla. Það er ekki fyrr en mörgum öldum seinna, að þessu safni vatnanna tekst að fá framrás. Veröldin er meira en viðburðarásin tóm. 1 henni er líf, og að svo miklu leyti sem mér tekst að komast í snertingu við þetta líf, er ég þar ekki aðeins hlutlaus áhorfandi, heldur þátttakandi. Með því að ganga í þjónustu þessa lifs, sem starfandi einstaklingur, öðlast heimurinn tilgang og takmark í augum mínum. En jafn augljóst og einfalt sem þetta er, þegar það hefur verið gert, að skifta á hinni dauðu heimsskoðun og þeirri raunverulegu lífsfrjóu veröld, þurfti eigi að síður til þess ahhdanga þróun. Eins og grunnberg fjalls, sem rís x'ir hafi

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.