Kirkjuritið - 01.06.1963, Blaðsíða 17

Kirkjuritið - 01.06.1963, Blaðsíða 17
KIRKJURITIÐ 255 Ymsum kann að virðast það, fljótt á litið', að lotningin fyrir lífinu sé of hversdagsleg og lífsvana til þess að unnt se að byggja á henni lifandi siðgæði. En það skiptir hugsun- ina engu máli, hvernig niðurstaða hennar kemur mönnum fyrir sjónir, ef hún á annað borð er rétt og hefur líf í sér varandi. Og hver sá, sem á annað borð verður fyrir áhrifum af siðgæði lotningarinnar fyrir lífinu mun brátt komast að raun um það, vegna þeirrar kröfu, sem slíkt siðgæði gerir til hans, að eldur býr þar á bak við yfirlætislaust orðalag. Siðgæði lotningarinnar fyrir lífinu er siðgæði kærleikans, sem umlýkur allt hið skapaða. Það er siðgæði Jesús Krists, sem þar er viðurkennt sem hugsananauðsyn. Sumir hafa komið fram með þau andmæli gegn þessari siðgæðishugsjón, að hún meti hið líkamlega líf of mikils. Þessu má svara með því, að það sem hefur til þessa orðið öllum siðgæðiskerfum að falli, er einmitt það, að þau hafa ekki nægilega viðurkennt undursamlegt gildi alls þess lífs, sem þau kerfi hafa um fjallað. Hið andlega lífið birtist í hinu náttúrlega lífi. Þess vegna nær lotningin fyrir lífinu jafnt til þess líkamlega og andlega lífs. 1 dæmisögu Jesú segir, að hirðirinn hafi ekki aðeins bjargað sál hins týnda sauðar, heldur sauðnum öllum. Og þess meiri sem verður lotningin 'yrir hinu líkamlega lífi, þess meiri verður hún einnig fyrir því andlega. Öðrum þykir siðgæðishugsjón lotningarinnar fyrir lífinu harla undarleg sökum þess, að hún dregur enga markalínu á niilli svokallaðs æðra og lægra lífs né skipar því í flokka eftir verðgildi þess. En til þessa liggja gildar ástæður. Ef framkvæma á algilda greiningu lífsins eftir því, hversu verðmætt það sé, leiðir það til þess að skipa því í flokka eftir því hvað það er okkur nákomið að okkar eigin dómi. kn slíkt mat er algjörlega einstaklingslegt. Því hver okkar getur um það sagt, hvaða þýðingu líf þessarar eða hinnar veru kann að hafa í sjálfu sér eða sem hluti allífsins? Ef menn hallast að slíkri flokkun, leiðir það til þess að nienn álíti sumt líf einskis virði, og það gjöri því ekkert til P° á það sé ráðizt eða því tortímt. 1 slíkum flokki mund- u*n við þá eftir atvikum telja líf ýmissa skordýra eða jafn- vel líf frumstæðra þjóða.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.