Kirkjuritið - 01.06.1963, Blaðsíða 19

Kirkjuritið - 01.06.1963, Blaðsíða 19
KIRKJURITIÐ 257 efni að siðgæðisliugsjón lotningarinnar fyrir lífinu livetur til samúðar með dýrunum, sem sumum raunar finnst óþarfa tilfinningasemi og þeir, sem lienni fylgja, telja slíkt vera beina skyldu, sem enginn megi víkja sér undan. Fram til þessa iiefnr siðfræðin verið bæði skilningslaus og duglaus, að því er snertir afstöðu manna til dýranna. Og enda þótt sanmð með öllum dýrum væri í sjálfu sér talin réttmæt, lá slíkt utan við svið siðfræðinnar, vegna þess, að siðfræðin fjall- aði eingöngu um framkomu eins manns við annan. Hvenær skyldu þeir tímar renna upp, að almenningsálitið fyrirdæmi allar þær skemmtanir, sem byggjast á því að mis- þyrma skepnum? Þessi siðfræði lotningarinnar, sem er afsprengi liugsunar, er ekki það sem menn kalla „kalda skynsemi“, heldur er hún livetjandi og vekjandi. Hiin telur ekki upp skyldur mannsins og skipar þeim í kerfi með vísindalegri kunnáttu og nákvæmni, heldur leggur í þess stað hverjum einstaklingi á herðar ábyrgð gagnvart öllu lífi, sem liann nær til og þrýstir honum til þess að helga sig því hlutverki að lilúa að því eftir mætti. Sérliver djúpúðug lieimsskoðun er dulfræði (mysticism) að því leyti, að hún leiðir menn til andlegra tengsla við liið óendanlega (Guð). Heimsskoðun lotningarinnar fyrir lífinu er siðræn dulspeki. Hún telur sambandinu við óendanleik- ann verða náð með siðrænu starfi. Og þessi siðræna dul- speki á uppruna sinn í rökréttri liugsun. Ef lífsþrá manns- ins heinir hugsuninni að sjálfri sér og alheiminum, þá kom- umst við að raun um líf allieimsins í okkar eigin lífi, að svo miklu leyti sem við komumst í snertingu við slíkt líf. Og jafnframt helgum við lífsþrá okkar sjálfra liinni óendanlegu lífsþrá — gerum það með starfi okkar og framkvæmd. Ef rökræn hugsun kafar nógu djúpt, þá endar hún óhjákvæmi- lega í órökrænni dulspeki. Og það er vegna þess, að hún hlýtur að beinast að lífinu og alheiminum, en livort tveggja þetta er leyndardómur, sem hugsunin fær ekki skýrt. í þessum heimi birtist liinn óendanlegi lífsvilji í liinum skapandi vilja, og þar rekum við okkur á margar dularfullar °g örðugar gátur. 1 okkur sjálfum aftur á móti birtist liann 17

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.