Kirkjuritið - 01.06.1963, Blaðsíða 21

Kirkjuritið - 01.06.1963, Blaðsíða 21
KIRKJURITIÐ 259 þann sannleika, sem hann hafi að erfðum tekið, án þess þó að gera sér ljóst, að það boðorð hlýtur að knýja til virkrar andstöðu við þrælahald, galdrabrennur, pyndingar og annað mannúðarleysi miðaldamyrkursins. Það var aðeins, þegar hann varð fyrir áhrifum hugsunarháttar upplýsingatímabils- ins, að hann rankaði við því, að hann ætti að berjast fyrir mannúðarmálunum. Og endurminningin um það ætti að vera niegnug þess að vernda hann um aldir frá því að þykjast hafin yfir hugsunina. Margir hafa sérstaka nautn af því nú á dögum að stagast á því, hve grunnfær kristindómurinn hafi verið á dögum skyn- semisstefnunnar. En ekki verður réttlætinu fullnægt nema því sé gaumur gefinn og það viðurkennt, hvað þessi „grunnfæri" kristindómur lagði fram í þjónustu mannúðarinnar. Nú hafa Pyndingar sakborninga hafizt að nýju. í mörgum ríkjum er þeim miskunnarlaust beitt bæði á undan og samhliða mála- rekstrinum til þess að pína fram játningar af hálfu hinna sakbornu. Fyrir þeirri hryllilegu þjáning, sem mönnum þann- ig er steypt í daglega, er ekki unnt að gera sér fulla grein. Hún yfirgengur allan skilning og ímyndunarafl. En þessari endurvakningu fúlmennskunnar andæfir kristindóm- ur nútímans hvorki í orði né verki, né heldur gerir hann nokkrar teljandi tilraunir til þess að kveða niður öfugþróun pessarar aldar. Og jafnvel þótt hann vildi nú taka rögg á sig til þess að andmæla ósómanum og taka upp baráttuna fyrir ýmsu því, sem kristindómur 18. aldarinnar hratt í fram- kvæmd, þá er hann ómáttugur til þess, sökum þess, að hann hefur glatað áhrifum sínum og valdi yfir andlegu lífi sam- tíðarinnar. Hins vegar reynir kristindómur nútímans að vega á móti peirri staðreynd, að hann gerir svo sem ekki neitt til þess að sanna í verki sitt andlega og siðræna eðli, með því að svíkja sjálfan sig og telja sér trú um að hann sé að styrkja kirkjulega aðstöðu sína ár frá ári. Hann samhæfir sjálfan sig tiðarandanum með því að gerast þátttakandi í veraldarhyggju peirri, sem nú er einkum í tízku. Líkt og hver önnur skipu- togð félagssamtök, vinnur hann að því, sér til framdráttar að efla og styrkja félagslega einingu sína um þá kröfu að

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.