Kirkjuritið - 01.06.1963, Síða 22

Kirkjuritið - 01.06.1963, Síða 22
260 KinKJURITIÐ verða viðurkenndur bæði sem söguleg staðreynd og sterk stofnun á veraldarvísu. En því nieira ytra vald sem liann öðlast, því veikari verður hann andlega séð. Kristindómurinn getur ekki komið í stað mannlegrar liugs- unar, heldur verður hann sjálfur að grundvallast á henni. Hvorki getur liann sjálfur né af sjálfsdáðum unnið bug á hugsuninni né heldur efahyggjunni. Sá tími einn getur veitt viðtöku hinum óforgengilegum grundvallaratriðum sinna eig- in hugsana, sem gæddur er þeirri grundvallartrúlirieigð, sem sprettur af liugsuninni sjálfri. Á sama liátt og það er grunnvatnið í jarðveginum sem varnar því, að áin þorni og seitli niður í sandinn, er lind kristindómsins sú grundvallartrúhneigð ómissandi, sem af frjálsri liugsun er sprottin. Hann getur ekki öðlazt sína and- legu reisn og þrótt, á meðan mönnunum er lokuð leiðin frá liugsun til trúar. Sjálfum er mér það ljóst, að ég á traust mitt og trú á kristindóminn hugsuninni að þakka. Hinn hugsandi maður er frjálsari gagnvart erfðasannind- um trúarinnar, en hinn, sem ekki hugsar. Og liann tileinkar sér betur hin dýpstu og óforgengilegustu grundvallaratriði hennar. Grundvallaratriði kristindómsins, eins og Jesús kenndi og mannleg hugsun hefur liann skilið, er þetta, að það er aðeins fyrir kærleikann, að við getum öðlazt samfélagið við Guð. Öll guðsþekking okkar manna hvílir á þessum grundvelli: að læra að þekkja Guð í okkar eigin lífi sem vilja til þess að elska. Hver sá, sem hefur reynt það, að hugsjón kærleikans er geisli frá hinum eilífa eldi, hann hættir að krefjast þess af trúarbrögðunum, að þau veiti lionum fullkomna þekkingu á því, sem ofar er og utar mannlegum skilningi. Eigi að síð- ur veltir liann fyrir sér hinum torráðu gátum tilverunnar: tilgangi hins illa í heiminum, livernig skilja beri það, að hjá Guði, frumorsök alls, sé viljinn til að skapa og viljinn til að elska eitt og hið sama, hvert sé samhandið milli liins líkamlega og andlega lífs, og hvernig það megi fara sainan, að líf okkar sé í senn bæði stundlegt og eilíft. En lionum reynist jafnvel unnt að gefa endanleg svör þeirra upp á bát-

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.