Kirkjuritið - 01.06.1963, Blaðsíða 23

Kirkjuritið - 01.06.1963, Blaðsíða 23
KIRKJURITIÐ 261 inn, þótt eigi sé honum sársaukalaust. 1 fullvissu þess að eiga sína andlegu tilveru í Guði fyrir kærleikann, á hann það, sem mestu máli skiptir. „Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi, en livort sem það er þekking, þá mun hún líða undir lok", segir Páll postuli. Því dýpri sem trúartilfinningin er, því auðmjúkari verða kröfur hennar um þekkingu á því, sem ekki verður skilið eða skýrt. Það er eins og að feta krókóttan stíg milli ókleifra fjalla, í stað þess að ætla sér beint yfir þau. Sá ótti, að sá kristindómur, sem hallast að þeirri trúartil- finningu, sem sprettur af hugsun, sé á leið til algyðistrúar (Pantheismus), hann er ástæðulaus. Allar tegundir lifandi kristindóms eru að vísu algyðislegar að því leyti, að litið er svo á, að allt sem lifir, eigi rót sína að rekja til hinnar einu voldugu frumorsakar alls. En jafnframt er hin siðræna og trúræna tilfinning æðra eðlis en öll algyðisleg dulhyggja (Mysticismus) að því leyti, að maðurinn finnur ekki Guð kærleikans í hinni ytri náttúru, heldur kemst til þekkingar a honum fyrir þá staðreynd, að hann opinberast í sjálfum okkur sem vilji til þess að elska. I náttúrunni opinberast nann sem frumorsök alls, en ópersónulegur að okkur finnst. En þegar þessi frumorsök allrar verundar opinberast okkur sein vilji til að elska, þá komumst við í siðferðilegt og per- sónulegt samband við hann. Guðstrúin er engin andstæða algyðistrúarinnar, en hún þroskast af henni líkt og hinar sið- rænu ákveðnu eigindir eiga upptök sín í því náttúrlega, sem enn hefur ekki mótast í föst form. Það er ennfremur ástæðulaust að efast um það, að sá krist- indómur, sem mótast hefur af frjálsri hugsun, verði til þess að draga um of úr syndameðvitund manna. Hún er ekki aetíð sterkust þar, sem mest er um hana talað. Og ekki er mikið á hana minnzt í Fjallræðunni. En vegna þrárinnar eft- lr hreinleika hjartans og frelsunar frá allri synd, sem þar nirtist í Sæluboðum Jesú, kallar hún mennina til iðrunar á Pann hátt sem sífellt orkar á bugina. Ef kristindómurinn, hvort heldur er vegna erfikenninga e°a annars, leggst gegn því, að reynt sé að skilja hann og skýra með trúrænni og siðrænni hugsun, þá verður það sjálf- uni honum til ógæfu og mannkyninu líka.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.