Kirkjuritið - 01.06.1963, Qupperneq 24

Kirkjuritið - 01.06.1963, Qupperneq 24
KlItKJUItlTin 262 Það sem kristindómurinn þarfnast, er að gegnsýrast af anda Jesú Krists og verða í krafti þess að andlegri, lifandi trú á kærleikann og hin minni andlegu verðmætin, svo sem til- gangur og takmark lians var frá upphafi. Aðeins með því móti getur hann orðið fjöregg hins andlega lífs. Það sem gerzt Iiefur varðandi kristindóminn í þessar 19 aldir er að- eins byrjunin, ófullkomin og full af lirösunum. Ennþá er hann fjarri því að vera sá fullkomni kristindómur, ávöxtur anda Jesú Krists. Vegna þess, að ég ann kristindóminum af öllum hug, leit- ast ég við að þjóna lionum í einlægni og trúmennsku. Á engan liátt vil ég skipast í lióp þeirra trúvarnarmanna, sem leitast við að verja liann meira af vilja en mætti, en ég geri þá kröfu til lians, að liann taki lireinskilna afstöðu hæði til fortíðar sinnar og til frjálsrar hjigsunar, svo að hann fyrir það megi gera sér ljósara sitt sanna eðli. Von mín er sú, að efling þess frumlæga liugsunarháttar, sem hlýtur að leiða til trúrænnar og siðrænnar lotningar fyr- ir lífinu, muni eiga sinn þátt í því að brúa bilið á milli krist- indómsins og hugsunarinnar. Ef ég væri að því spurður, livort ég sé bölsýnis- eða bjart- sýnismaður, mundi ég svara: Þekking mín er bölsýn en vilji minn og von eru bjartsýn. Ég er bölsýnismaður að því leyti, að ég hef af eigin reynd og reynslujmnga komizt að raun um það, sem nefnt er til- gangsleysi í viðhurðarás heimsins. Og þær stundir eru stop- ular og fáar, að ég hafi verulega notið gleði þess að vera til. Ég iief ekki getað að því gert, að finna með djúpri iiryggð til samúðar með öllum þeim, sem ég lief séð þjást, svo að segja við hliðina á mér, livort heldur verið liafa menn eða málleysingjar. Og ég hef heldur ekki reynt að forða mér i hurtu frá þessu samfélagi þjáninganna. Mér fannst það ekki nema sjálfsagður lilutur, að við eigum að taka á okkar lierð- ar hluta af þeirri þungu byrði þjáningarinnar, sem öll ver- öldin stynur undir. Ég man það frá því ég var lítill drengur í skóla, að mér var það ljóst, að engin skýring á hinu ilhi í heiminum gæti fullnægt mér, að allar slíkar skýringar væru innantóm orð, sem, þegar til mergjar var krufið, væru ekki til annars en að reyna að sætta menn við þátttökuna í eymd-

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.