Kirkjuritið - 01.06.1963, Blaðsíða 25

Kirkjuritið - 01.06.1963, Blaðsíða 25
KIRKJURITIÐ 263 inni, sem umkringdi þá á allar hliðar og deyfa tilfinningar þeirra fyrir því. Ég hef aldrei getað skilið það, að slíkur hugsuður sem Leibnitz skyldi geta komizt að svo aumlegri niðurstöðu, að enda þótt heimur þessi væri engan veginn góður, væri hann þó sá bezti, sem við ættum völ á. En hversu mjög sem ég sökkti mér niður í vandamál þján- inganna í þessum beimi, þá glataði ég þó ekki sjálfum mér í slíkri íliugun einni saman. Eg bélt mér alltaf dauðabaldi i þá bugsun, að bver maður gæti gert eitthvað ofurlítið til þess að koma í veg fyrir þjáninguna. Og þannig fann ég smátt og smátt sálu minni bvíld í vitneskjunni um það, að það er eitt — og aðeins eitt, sem við getum skilið varðandi þetta vandamál, og það er þetta, að hverjum manni ber að stefna sínar eigin leiðir, en þó að því eina marki að reyna að draga úr kvöl og þjáning heimsins. Eins og mér kemur ástand mannkynsins nú fyrir sjónir, þá er ég bölsýnn. Ég get ekki fengið mig til að telja mér trú um, að það sé betra en það sýnist, en hið innra með niér er ég á því, að ef við höldum áfram eins og nú horfir, þá munum við hverfa aftur á bak til miðaldanna, en í nýj- uni skilningi þó. Sú andlega eymd og stundlega volæði, sem niannkynið er nú að gefa sig á vald með því að hætta að nenna að hugsa og glata um leið þeim hugsjónum, sem hugs- unin skapar, finnst mér vera orðin slík, að ekki verði þar lengur við bætt. En þrátt fyrir það er ég bjartsýnn. Einn þátt barnatrúar minnar hef ég varðveitt og er viss um, að honum verður ekki haggað. Það er trúin á sannleikann. Ég treysti því að sá andi, sem getinn er af sannleikanum sé sterkari en afl aðvífandi atburða. Ég hef þá skoðun, að þau ein örlög bíði mannkynsins, sem það sjálft skapar sér með bugarstefnu sinni og andlegu viðhorfi. Og þess vegna held eg að það þurfi ekki óbjákvæmilega að ganga sinn glötunar- Veg á enda. Ef því vekjast upp menn, sem gera uppreisn gegn anda nugsunarleysisins, menn, sem eru nógu heilsteyptir og djúp- nðgir, til að hugsjónir siðferðilegrar viðreisnar geti geislað frá þeim með fullum krafti, svo að þeir kveiki þann eld and- ans, áhuga og starf er skapa megi nýtt hugarfar, nýtt and- *egt viðhorf meðal mannanna.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.