Kirkjuritið - 01.06.1963, Blaðsíða 26

Kirkjuritið - 01.06.1963, Blaðsíða 26
264 KIRKJURITID Vegna þess, að ég treysti á afl andans og mátt sannleik- ans, trúi ég enn á framtíð mannkynsins. Siðferðileg og já- kvæð afstaða til alheimsins og lífsins, hefur í sér fólginn bjartsýnan vilja og von, sem aldrei glatast. Og þess vegna er unnt að horfast óttalaust í augu við hinar ömurlegu stað- reyndir nútímans. Um ævina hef ég orðið að sjá og reyna marga hugarkvöl, erfiðleika og sorgir, og stundum í svo ríkum mæli, að ég mundi hafa bugast, ef taugar mínar hefðu ekki verið jafn sterkar og þær eru. Þungar byrðar þreytu og ábyrgðar hafa hvílt linnulaust á mínum herðum um mörg ár. Ég hef átt fáar frístundir og hefði kosið að geta helgað þær fleiri konu minni og barni. En ég hef einnig orðið aðnjótandi mikillar blessunar. Mér liefur leyfzt að helga störf mín þjónustu miskunnseminnar. Og þau störf hafa heppnast, svo að ég hef notið ástúðar og góðvildar í ríkum mæli. Eg hef haft góða samstarfsmenn, sem hafa helgað sig fyllilega starfinu með mér. Ég hef notið góðrar heilsu, sem gert hefur mér kleift að leysa af hendi erfiðustu störf. Mér hefur verið gefið rólegt skaplyndi, sem sjaldan fer úr jafnvægi og sú starfsorka, sem er söm og jöfn og ávalt reiðubúin. Og að síðustu þetta, að mér er gefið að geta fundið til þeirrar hamingju, sem fellur mér í skaut, fundið hana þannig, að mér beri að færa þakkarfórnir fyrir það, að hafa orðið hennar aðnjótandi. Ég finn til þess með þakklæti, að ég get starfað sem frjáls maður á þeim tíma sem margir verða að þola það að vera frelsinu sviptir. Og mér er það einnig Ijóst, að enda þótt mín daglegu störf séu unnin á efnissviðinu, þá hef ég þó samhliða þeim tækifæri til að vinna að andlegum og hugræn- um áhugaefnum. Að eiga og liafa átt í lífi mínu svona góð starfsskilyrði, — fyrir það er ég þakklátur og vildi feginn geta sýnt það í verki, að ég verðskuldaði þau. Hvað skyldi mér nú auðnast að koma miklu í verk af því, sem ég hef á prjónunum og hugurinn þráir? Hár mitt er tekið að grána. Líkaminn er byrjaður að láta á sjá, vegna erfiðis og aldurs. Ég minnist með þakklæti þeirra tíma, þegar ég ekki þurfti

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.