Kirkjuritið - 01.06.1963, Blaðsíða 28

Kirkjuritið - 01.06.1963, Blaðsíða 28
266 KIRKJURITIÐ Til íhugunar Séra Óskar J. Þorláksson: Frelsari minn og þinn ÞEGAR fylling tímans kom sendi Guð son sinn i heiminn. (Gal. 4.4) Jesús sagði: Ég er Ijós heimsins, hver, sem fylgir mér mun ekki ganga í myrkrinu, heldur hafa ljós lifsins. — (Jóh. 8.12) Ég er vínviðurinn, þér eruð greinarnar, sá, sem er í mér og ég í honum, hanh ber mikinn ávöxt, því að án mín getið þér alls ekkert gjört. — (Jóh. 15.5) Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið; enginn kemur til föð- urins, nema fyrir mig. — (Jóh. 14.6) Enginn dagur má líða svo, að vér hugsum ekki um Frelsara vorn. Guð sendi hann í heiminn, til þess að frelsa oss synduga menn. Hann gjörðist fátækur vor vegna, þótt hann rikur væri, til þess að vér skyldum auðgast af fátækt hans. Hugsaðu um það, lesandi góður, að Jesús Kristur er Frelsari þinn, vinur þinn, leiðtoginn bezti. Hann segir við þig: „Fylg þú mér“. Hugsaðu um líf hans og boðskap, geymdu orð hans í hjarta þínu, og þá muntu sjá lífið í nýju ljósi. Gegnum líf, dauða, sorga og synda mistur, sjá, Hann mér nægir bæði hinzt og fyrst, Kristur er hinzt, því Kristur er mér fyrstur, Kristur er fyrst ég síðast hrópa á Krist. J. J. Sm. Blessaði Frelsari vor, þú komst í heiminn, til þess að leysa oss undan valdi hins illa, og vísa oss veginn til lífsins. Vertu með oss, haltu í hönd vora, svo að ekkert illt eða óhreint fái vald yfir oss. Lát kraft kærleika þíns fylla hjörtu vor og vertu oss hið sanna Ijós á vegferð Iífsins.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.