Kirkjuritið - 01.06.1963, Blaðsíða 30

Kirkjuritið - 01.06.1963, Blaðsíða 30
268 KIItKJUIUTIÐ heimskur, til þess að hann verði vitur. Því að speki þessa lieims er heimska hjá Guði". (1. Kor. 3, 18n). Og mér skildist, að ég gæti ekki, fyrir fulltingi eigin hugs- unar, fundið ljós í myrkri og átt heima í heimi kristinnar trúar, að meira er um það vert, „að koma himninum inn i höfuðið en höfðinu inn í himininn". (Chesterton). Guð lífsins varð sjálfur að tala til mín. Og ég varð að hlýða á rödd Jians eins og barn. Önnur leið, sem ég leitaðist við að ganga, var leið viljans. Fyrir viljaþrótt sjalfs mín og iðkun góðra verka, reyndi eg að húa mér rúm í heimi kristindómsins — eiga það skilio. Vissulega eru góð verk einn þáttur kristindómsins. Á það verður aldrei lögð of rík áherzla. En góð verk gjöra af sjálfs- dáðum engan mann kristinn. Sú var lífsreynsla mín að minnsta kosti, að á meðan eg treysti á sjálfan mig og leit á Jesú aðeins sem fyrirmynd, þa varð lítið úr bæði lífi mínu og starfi. Ég má að líkindum orða það svo: Því hærri og hreinni sem hugsjónin varð mér, því einlæglegar, sem ég leitaðist við að nálgast hana, þvi fjarlægari henni fannst mér ég vera. Ég fékk að sanna lög- málið, sem Páll ritar um í Rómverjabréfinu: „Hið góða, sem ég vil, gjöri ég ekki. En hið vonda, sem ég ekki vil, það gjöri ég". (Róm. 7, 19). Ég reyndi einnig þriðju leiðina. Úr því að ómögulegt var að höndla kristna trú á vegi hugsunar og vilja, mundi þao þá ef til vill fært með hjálp tilfinninganna. Skyldi leyndardómurinn vera sá, að Guð opinberist sjálfur í djúpum tilfinningalífsins ? Að á því ríði að stilla svo alla strengi tilfinningalífsins, að þeir ómi með þeim hætti, að menn verði eins og leiddir þennan veg inn í hinn guðdóm- lega heim? Að menn taki þátt í hátíðlegum guðsþjónustum í fögrum kirkjum eða iðki andlegar æfingar, eins og teosofi, androposofi og yoga?

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.