Kirkjuritið - 01.06.1963, Page 30

Kirkjuritið - 01.06.1963, Page 30
268 KIItKJURITIÐ heimskur, til þess að hann verði vitur. Því að speki þessa lieims er heimska hjá Guði“. (1. Kor. 3, 18n). Og mér skildist, að ég gæti ekki, fyrir fulltingi eigin liugs- unar, fundið Ijós í myrkri og átt heima í heimi kristinnar trúar, að meira er um það vert, „að koma himninum inn i höfuðið en höfðinu inn í himininn“. (Chesterton). Guð lífsins varð sjálfur að tala til mín. Og ég varð að hlýða á rödil lians eins og barn. tít Önnur leið, sem ég leitaðist við að ganga, var leið viljans. Fyrir viljaþrótt sjálfs mín og iðkun góðra verka, reyndi ég að húa mér rúm í lieimi kristindómsins — eiga það skilið. Vissulega eru góð verk einn þáttur kristindómsins. Á það verður ahlrei lögð of rík áherzla. En góð verk gjöra af sjálfs- dáðum engan mann kristinn. Sú var lífsreynsla mín að minnsta kosti, að á meðan eg treysli á sjálfan mig og leit á Jesú aðeins sem fyrirmynd, þa varð lítið úr bæði lífi mínu og starfi. Ég má að líkindim1 orða þaö svo: Því liærri og lireinni sem liugsjónin varð niér, því einlæglegar, sem ég leitaðist við að nálgast liana, þvi fjarlægari henni fannst mér ég vera. Ég fékk að sanna lög' málið, sem Páll ritar um í Rómverjabréfinu: „Hið góða, sem ég vil, gjöri ég ekki. En hið vonda, sein ég ekki vil, það gjöri ég“. (Róm. 7, 19). Ég reyndi einnig þriðju leiðina. Úr því að ómögulegt var að liöndla kristna trú á vegi hugsunar og vilja, mundi það (iá ef til vill fært með lijálp tilfinninganna. Skyhli leyndardómurinn vera sá, að Guð opinberist sjálfnr í djúpum tilfinningalífsins? Að á því ríði að stilla svo alhi strengi tilfinningalífsins, að þeir ómi með þeim hætti, að menn verði eins og leiddir þennan veg inn í hinn guðdóm- lega lieim? Að menn taki þátt í liátíðlegum guðsþjónustum í fögrum kirkjum eða iðki andlegar æfingar, eins og teosofi5 androposofi og yoga?

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.