Kirkjuritið - 01.06.1963, Blaðsíða 33

Kirkjuritið - 01.06.1963, Blaðsíða 33
Gunnar Árnason: Pistlar Syrgður kirkjuhöfSingi Jóhannes 23. sat skemur að stóli en flestir fyrirrennarar hans í langan aldur. Færri vonir voru og bundnar við stjórn hans en þeirra í upphafi. Margir töldu að sæzt hefði verið a að kjósa hann, sakir þess að ekki hefði náðst samkomulag uni mikilhæfari menn að svo stöddu. Nú að tæpum fimm árum liðnum er liann harmaður um yiða veröld. Hann reyndist einn þeirra útvöldu, sem kom °g sá og sigraði. Með mannkærleika og lítillæti ávann hann Ser einstæða ástsæld. Og hann var svo mikilhæfur brautryðj- andi, að hann olli tímamótum innan kaþólsku kirkjunnar °g raunar kristninnar allrar. Hér verður þetta aðeins undirstrikað örlítið frekar. Þessi bóndasonur var þannig vaxinn að hann vann sér aUs staðar hylli. Hann var fremur lágvaxinn en holdugur, goðniannlegur og hýr. Laðaði strax alla að sér. Mannskiln- *ngur og mannúð mótaði orð hans og athafnir. Hann kom hvergi fram sem dramblátur höfðingi, hvað þá drottnari, heldur einlægur vinur. Öllum var ljóst að hann var krist- inn maður. Honum varð það fyrst fyrir í páfadómnum að stíga niður Ur hásætinu, skilja hátignina eftir í páfahöllinni og ganga ut á meðal fólksins. Það er sagt að hann hafi farið um 140 S1nnum í sjúkravitjanir, á munaðarleysingjahæli, í fangelsi °g hinar og þessar kirkjur. Þess háttar þekktist ekki í manna j^nnum um eftirmann Péturs Postula, sem þó var upp- **auega sjómaður. Jóhannes páfi var þess vel minnugur. Hann "auð gestum að borði sínu og meinaði lögreglunni að hindra

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.