Kirkjuritið - 01.06.1963, Blaðsíða 34

Kirkjuritið - 01.06.1963, Blaðsíða 34
272 KIRKJUBITIÐ fólk í aö Iiorfa á hann, þegar hann tók sér göngutúr í garði sínum. „Því skyldi það ekki mega fylgjast með mér. Ég er ekki að fremja neitt hneyxli", sagði hann af sinni víðkunnu gamansemi. Hann braut vor- og vonarís innan kirkju sinnar. Fann og skildi að nýr tími lá í loftinu. Kirkjan varð að endurnýjast eins og fornt tré, sem ber nýjar greinar. Eitt af fyrstu verkum hans var að boða til allsherjarkirkju- þings, sem enginn hafði minnst á í undir það heila öld. Þeg- ar einn ráðgjafi hans taldi ýms tormerki á að koma þeirri liugmynd í framkvæmd a. m. k. strax 1963, á páfi að hafa svarað: „Allt í lagi. Við byrjum það þá 1962". Og það varð. Á kirkjuþinginu var það páfinn sjálfur, sem kom því til vegar með áhrifum sínum, beinum og óbeinum, að hinir víðsýnni og frjálslyndari menn máttu sín meira og að þegar hefur nokkuð áunnist, sem til heilla horfir. Megin hugsunin var þó sú, að lífsspursmál væri að allir menn skildu að þeini bæri að standa saman í þeirri baráttu að kristna heiminn- Þess vegna bauð Jóhannes 23. fulltrúum allra höfuðkirkju- deilda utan rómversk kaþólsku kirkjunnar að senda áheyrn- arfulltrúa á kirkjuþingið. Og þær þágu boðið. Þetta er nýt* í sögunni. Hann hafði sjálfur áður sent áheyrnarfulltrúa — í fyrsta sinn — á Alkirkjuþing mótmælenda (í New-Dehli) og jafn- framt stofnað Einingarráð á vegum kaþólsku kirkjustjórn- arinnar. Jóhannes páfi tók ennfremur upp viðræður við aðra kirkjuhöfðingja um allan heim og næstum allir mestu valda- menn vorra tíma, andlegir og veraldlegir munu hafa gengið á fund hans: Johnson, varaforseti Bandaríkjanna, tengda- sonur Krúsjoffs, forsætisráðherra Sovétríkjanna, Adenauer, forseti V.-Þýzkalands, De Gaulle, Frakklandsforseti, erki- biskupinn í Kantaraborg, höfuðsmenn grísk-kaþólsku kirkj- unnar, bæði í Miklagarði og Rússlandi (eða fulltrúar þeirra)- Með þessu kom hann á viðræðum meðal allra kristinna manna og viðræðum kirkjunnar og veraldlegra valdamanna — hverrar trúar sem þeir voru. Það afrek gleymist vart og mun hafa víðtæk áhrif. Á tímum, sem stæra sig af vantrú og fálæti í garð kirkj- unnar tókst Jóhannesi páfa að sanna það á hlj'óðlátan hatt»

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.