Kirkjuritið - 01.06.1963, Qupperneq 34

Kirkjuritið - 01.06.1963, Qupperneq 34
KIRKJURITIÐ 272 fólk í að’ liorfa á liann, þegar Iiaiin tók sér göngutúr í garði sínum. „Því skyldi það ekki mega fylgjast með mér. Ég er ekki að fremja neitt lineyxli“, sagði hann af sinni víökunnu gamansemi. Hann braut vor- og vonarís innan kirkju sinnar. Fann og skildi að nýr tími lá í loftinu. Kirkjan varð að endurnýjast eins og fornt tré, sem ber nýjar greinar. Eitt af fyrstu verkum hans var að boða til allsherjarkirkju- þings, sem enginn hafði minnst á í undir það heila öld. Þeg- ar einn ráðgjafi hans taldi ýms tormerki á að koma þeirri liugmynd í framkvæmd a. m. k. strax 1963, á jiáfi að liafa svarað: „Allt í lagi. Við byrjum það þá 1962“. Og það varð. Á kirkjuþinginu var það páfinn sjálfur, sem kom því til vegar með áhrifum sínum, beinum og óbeinum, að liinir víðsýnni og frjálslyndari menn máttu sín meira og að þegar liefur nokkuð áunnist, sein til lieilla liorfir. Megin hugsunin var þó sú, að lífsspursmál væri að allir menn skildu að þeim bæri að standa saman í þeirri baráttu að kristna heiminn. Þess vegna bauð Jóhannes 23. fulltrúum allra höfuðkirkju- deilda utan rómversk kaþólsku kirkjunnar að senda áheyrn- arfulltrúa á kirkjuþingið. Og þær þágu boöið. Þetta er nýtt í sögunni. Hann hafði sjálfur áður sent áheyrnarfulltrúa — í fyrsta sinn — á Alkirkjuþing mótmælenda (í New-Delili) og jafn- framt stofnað Einingarráð á vegum kaþólsku kirkjustjórn- arinnar. Jóhannes páfi tók ennfremur upp viðræður við aðra kirkjuhöfðingja um allan heim og næstum allir mestu valda- menn vorra tíma, andlegir og veraldlegir munu hafa gengið á fund hans: Johnson, varaforseti Bandaríkjanna, tengda- sonur Krúsjoffs, forsætisráðlierra Sovétríkjanna, Adenatier, forseti V.-Þýzkalands, De Gaulle, Frakklandsforseti, erki- biskupinn í Kantaraborg, höfuðsmenn grísk-kaþólsku kirkj- unnar, bæði í Miklagarði og Rússlandi (eða fulltrúar þeirra)- Með þessu kom liann á viðræðum meðal allra kristmna manna og viðræðum kirkjunnar og veraldlegra valdamanna — liverrar trúar sem þeir voru. Það afrek gleymist vart og mun liafa víðtæk álirif. Á tímum, sem stæra sig af vantrú og fálæti í garð kirkj- unnar tókst Jóhannesi páfa að sanna það á hljóðlátan hatt,

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.