Kirkjuritið - 01.06.1963, Blaðsíða 36

Kirkjuritið - 01.06.1963, Blaðsíða 36
274 KIRKJURITIÐ Graftrarmein Rétt fyrir hvítasunnuna ók ég eftir Snorrabrautinni í Reykjavík. Þá sá ég óslitna mannstrauma, sem lágu að og frá Áfengisverzlun ríkisins. Menn voru augsýnilega að biía sig undir hátíðina. Þetta snart mig óneitanlega óþægilega. Ég gat ekki lokað augunum fyrir þeirri staðreynd, að það er bæði hryggilegt og ískyggilegt að kristnar hátíðir og helgidagar skuli vera fjöldamörgum fyrst og fremst tilefni víndrykkju og ýmis konar ósiða. Fyrst svo er, hlýtur sú spurning að vakna, hvort kirkjan ætti ekki að afsala sér sumum dögum, sem henni eru nú eignaðir að mestu leyti að nafni. Eða hvort hún a. m. k. gæti bjargað nokkurum hluta þeirra með einhverju móti? Að þessu sinni drep ég aðeins á þá hlið málsins, sem snýr frá kirkjunni og að almenningi. Blöðin hafa skýrt frá þvi að drykkjuskapur var með lang mesta móti í höfuðborginni um hvítasunnuhelgina. Allar fangageymslur yfirfylltust. Fjölmargir keyrðir heim til sín til þess að láta renna þar af þeim. Og jafnframt bárust óhugnanlegar sögur af ölæði um 300 unglinga austur í Þjórsárdal. Óþarft er hér að rifja þær upp. Hins ber að minnast að þessir atburðir þóttu svo ógn- vekjandi að ríkisstjórnin hefur skipað nefnd til að rannsaka orsakir þeirra og benda á úrræði sem komi í veg fyrir að sama sagan endurtaki sig. Er það vel farið og ber vonandi góðan árangur. Sumar ástæðurnar liggja öllum í augum uppi. Ein þeirra er skemmtikrafan. Áður var fyrst og fremst talað við börn og fullorðna vxa skyldur — nú skemmtun. Ótrúlegur fjöldi barna og unglinga metur að kalla alla hluti eftir skemmtigildi þeirra. Sumuni finnst ok skólanna næstum óbærilegt vegna þess hvað þeir séu leiðinlegir. Þess vegna verða þeir að geta keypt sér sæl- gæti í frímínútum, leikið sér sem lengst fram á kvöldin og létt sér duglega upp um allar helgar. Og þá auðvitað fyrst og fremst hátíðar. Það má segja þetta á annan hátt: „Það, sem maðurinn elskar, það verður hann". Skemmtunin virðist h'ófu&hugsjón

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.