Kirkjuritið - 01.06.1963, Síða 36

Kirkjuritið - 01.06.1963, Síða 36
274 KIRKJURITJÐ Graftrarmein Rétt fyrir hvítasunmina ók ég eftir Snorrabrautinni í Reykjavík. Þa sá ég óslitna ínannstrauma, sem lágu að og frá Áfengisverzlun ríkisins. Menn voru augsýnilega að búa sig undir liátíðina. Þetta snart mig óneitanlega óþægilega. Ég gat ekki lokað augunum fyrir þeirri staðreynd, að það er bæði hryggilegt og ískyggilegt að kristnar bátíðir og helgidagar skuli vera fjöldamörgum fyrst og fremst tilefni víndrykkju og ýmis konar ósiða. Fyrst svo er, lilýtur sú spurning að vakna, bvort kirkjan ætti ekki að afsala sér sumum dögum, sem lienni eru nú eignaðir að mestu leyti að nafni. Eða livort liún a. m. k. gæti bjargað nokkurum hluta þeirra með einhverju móti? Að þessu sinni drep ég aðeins á þá lilið málsins, sem snýr frá kirkjunni og að almenningi. Blöðin hafa skýrt frá þvi að drykkjuskapur var með lang niesta móti í höfuðborginni um livítasunnubelgina. Allar fangageymslur yfirfylltust. Fjölmargir keyrðir Iieim til sín til þess að láta renna þar af þeim. Og jafnframt bárust óbugnanlegar sögur af ölæði um 300 unglinga austur í Þjórsárdal. Óþarft er bér að rifja þær upp. Ilins ber að minnast að þessir atburðir þóttu svo ógn- vekjandi að ríkisstjórnin befur skipað nefnd til að rannsaka orsakir þeirra og benda á úrræði sem komi í veg fyrir að sama sagan endurtaki sig. Er það vel farið og ber vonandi góðan árangur. Sumar ástæðurnar liggja öllum í augum uppi. Ein þeirra er skemmtikrafan. Áður var fyrst og fremst talað við börn og fulloröna uni skyldur — nú skemmtun. Ótrúlegur fjöldi barna og unglinga metur að kalla alla liluti eftir skemmtigildi þeirra. Sumuni finnst ok skólanna næstum óbærilegt vegna þess livað þeir séu leiðinlegir. Þess vegna verða þeir að geta keypt sér sæl- gæti í frímínútum, leikið sér sem lengst fram á kvöblin og létt sér duglega upp um allar lielgar. Og þá auðvitað fyrst og fremst liátíðar. Það má segja þetta á annan liátt: „Það, sem maðurinn elskar, það verður bann“. Skemmtunin virðist höfu&hugsjon

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.