Kirkjuritið - 01.06.1963, Blaðsíða 37

Kirkjuritið - 01.06.1963, Blaðsíða 37
KIRKJURITIÐ 275 nútínians og því er mest kapp lagt á að koma lienni í fram- kvæmd — einhvern veginn. Unglingarnir eru sköpun liinnar eldri kynslóðar. Vér, sem til liennar teljumst liöfum lifað tvenna tímana. Hrunadans stórveldanna liefur bæði í styrjöldunum og síðan í kalda stríðinu vakið hjá oss öllum skotgrafahugsun: dauðinn er á næsta leiti, ef nokkur kostur er að njóta einhvers, þá verð- ur að njóta þess strax. Börnin liafa drukkið þetta í sig með nióðurmjólkinni. Þar að auki hefur orðið umbylting í ís- lenzku þjóðlífi. Umrótið sett lieimilislífið og sambýlið al- niennt talað á annan endann. Mannflóðið úr strjálbýlinu til þéttbýlisstaðanna er ekki stanzað, hvað þá að tími hafi unn- izt til að það tæki á sig eðlilega og varanlega mynd. Börnin hafa sopið enn meira af því seyðinu en hinir fullorðnu. Fyrir þær sakir eru þau svo rótlaus. Trúarhragðafræðslan hefur að mestu leyti verið lögð niður af hálfu flestra foreldra — afi og amma liafa nú óvíða tæki- færi til að bæta úr henni -— og samtímis liefur henni verið smá þokað til hliðar eða alveg út úr skólunum. En fram á þennan dag eru þó siðgæðishugmyndir vorar runnar af trúarlegum rótum og studdar trúarlegum rökum. Hvert geta börnin sótt siðgæðishugmyndir og fyrirmyndir sínar annað en til foreldra, fræðara, auk skemmtistaða og mannlífsins almennt? Svo mæla börn, sem á bæ er títt. Samkvæmislíf fullorðna fólksins — gleðifundir þess og eftirlætiskvikmyndir, útvarps- og sjónvarpsefnið, sem það er sólgnast í, hlýtur að æsa mest forvitni barnanna og skapa skemmtismekk þess og venjur. Ætla mætti að vér værum svo vönd að virðingu vorri og aðgætin um ábyrgð vora, að vér kysum sjaldan sjálf að sjá myndir, né hlusta á það útvarpsefni, sem vér teldum að væri blindandi og eitrað fyrir börn vor. Þessar liugleiðingar skulu nú botnaðar með þessu: Til þess graftarmeins, sem liér um ræðir, verðum við að skera a sjálfum oss. Eina örugga ráðið til þess að æskan hætti að skemmta sér svo að það sé oss hinum eldri til hryggðar og hneyxlunar, er að vér afveigaleiðum ekki sjálf æskuna með slæmum fyrirdæmum. Fyrr og síðar liefur það reynzt strang- asta aðhaldið og einhlítasta meðalið til að lialda mönnum í

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.