Kirkjuritið - 01.06.1963, Page 38

Kirkjuritið - 01.06.1963, Page 38
276 KIHKJUIUTIÐ skefjum, að þeir hafi fundið það áþreifanlega að þeir ynnu sér annars til aðhláturs og lítilsvirðingar með því að hlaupa út úr götu og gana út í kviksyndi gagnstætt ráðum og for- dæmum allra góðra manna. Unginn lærir flugið af erninum. Pólitískar siSgœðiskröfur Ólafur Tliors, forsætisráðherra vék að því í ræðu sinni, þeirri, sem liann flutti af svölum Alþingishússins, að íslenzk- ar stjórnmálaumræður og sérstaklega íslenzk kosningabarátta, væri persónulegri og illskeyttari en hann þekkti til annars staðar. Vonaðist liann eftir að þetta hreyttist til batnaðar í framtíðinni. Allur almenningur í öllum flokkum mun taka undir þá ósk. Menn eru fyrir löngu orðnir hundleiðir á áróðursskrifum blaðanna, sem raunar eru ekki aðeins með sama svip lieldur jafnvel sama orðalaginu áratugum saman. Og meira að segja oftast um sömu mennina. Enda hafa for- ystumenn flokkanna verið þeir sömu í þrjá áratugi. Þjóðin vill í staðinn fá málefnalegri baráttu, lireinni lín- ur, og fyrst og fremst skýrar upplýsingar um deilumálin. Þannig var það eftir að Alþingi var endurreist. Þá gaf Jón Sigurðsson, þjóðleiðtoginn mikli, út vandað tímarit um lang- an aldur, af litlum efnum en miklu mannviti og brennandi hugsjónaeldi. Tilgangur þess var að frœSa landslýðinn um þau mál, sem hann skipti mestu, svo að hann gæti notið lýð- ræðisréttinn: valið sér þá forystumenn, sem liann treysti bezt til að koma fram þeirn málum, sem hann bar mest fyrir brjósti landi og lýð til heilla. Þekkingin er enn í dag hornsteinn lýðræðis og þjóðfrels- is. Einveldið byggir liins vegar á vanþekkingu fjöldans og afskiptaleysi. „Vér einir vitum“, er kjörorð þess. En ekki óskum vér íslendingar þess í neinni mynd. I þessu sambandi má líka minna á tvær erlendar fréttir aí stjórnmálasviðinu. Nelson Rockefeller, ríkisstjóri New-York- borgar hefur nýlega skilið við konu sína og kvænst annarri. Mjög líklegt er talið að þetta þyki svo mikill ljóður á ráði lians, að hann sé úr leik sem forsetaefni Bandaríkjanna. Kvennamál Profumo, brezka ráðherrans, hafa orðið hon- um að falli og þó einkum ósannsögli hans í sambandi við

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.