Kirkjuritið - 01.06.1963, Blaðsíða 39

Kirkjuritið - 01.06.1963, Blaðsíða 39
KIRKJUIIITIÐ 277 þau. Jafnvel grunur um að liann liafi leiðst til að ljóstra upp ríkisleyndarmálum. Vera má að stjórn Macmillans steyp- ist af stóli fyrir bragðið. Hvort tveggja dæmin sýna að það er hreinn misskilning- ur að ætla að annað siðferði sé réttlætanlegt og æskilegt á stjórnmálasviðinu en öðrum sviðum mannlífsins. Sannar siða- kröfur — þær æðstu — eru algildar. Það er ekki aðeins staðhæfing trúarbragðanna heldur sönnun lífsins. Kirkjan og listin Mér bárust nýlega tvær merkilegar og fagrar bækur að gjöf. Og varða hvort tveggja trúna og listina. Önnur er ensk iif jölskyldubiblía^, sniðin eftir Gutenhergsbiblíunni að stærð, leturgerð og bandi. Prýdd er hún 46 heilsíðumyndum af fræg- um málverkum, trúarlegs eðlis. Eru þau almennt gerð á tímabilinu 1200—1600 af liinum frægustu meisturum, enda mörg áhrifarík, þótt eflaust sé hér um svip hjá sjón að ræða. Hin bókin nefnist: Myndir meistaranna af œvi Jesú. Geymir hún 43 málverkaprentanir. Og eru þær myndir frá líkum tíma og eftir marga liina sömu meistara og hinar. Það er kunnara en frá þurfi að segja hvílík uppspretta og aflvaki kristnin hefur verið í lieiini listanna um aldirnar. En því er minnt á þetta hér að ýmsir Islendingar virðast standa 1 þeirri trú að sá tími sé löngu liðinn a. m. k. hérlendis. Menn verði að fara á Þjóðminjasafnið til að leita uppi svo gamaldags list og viðfangsefni. Það er sem betur fer misskilningur. Kemur það fram nú er vér erum farnir að hafa efni á að skreyta kirkjur vorar að nýju. Vottar þess eru ekki aðeins margir fagrir kirkjugripir víða um land, sem skurðmeistarar hafa lagt haga hönd að. Gluggar þeir, sem Gerður Helgadóttir liefur teiknað, bæði í Skálholts- og Kópavogskirkju, sýna enn ljósar þá endurvakn- mgu, sem hér er að hefjast. Og enn sjást þess óræk nierki 1 kirkjustílnum, einkum sumum þeim kirkjum, sem húsa- nieistarar ríkisins Guðjón Samúelsson og Hörður Bjarnason liafa mótað. Þetta spáir góðu um framtíðina.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.