Kirkjuritið - 01.06.1963, Blaðsíða 41

Kirkjuritið - 01.06.1963, Blaðsíða 41
Asta Þ. Valdimarsdóttir: Hvers vegna eru konur ekki meðhjálparar ? I kór Fagerborgarkirkjunnar í Osló stendur stóll meðhjálp- arans eins og í flestum öðrum norskum kirkjum. Því væri það ekki í frásögur færandi, ef ekki væri dáh'tið sérstakt með þennan stól í kórnum í Fagerborgarkirkju. 1 honum situr ung og falleg stúlka, sem gegnir meðhjálparastarfinu í Fagerborgarkirkju eins og stendur. Þessi stúlka er 23 ára og var, áður en hún varð meðhjálp- ari, blaðamaður við norska blaðið Familien, sem gefið er út í Osló. Ur því blaði er þessi frásögn tekin. Hún heitir Inger Hansen og er eina konan, sem gegnir starfi meðhjálpara í norsku kirkjunni í dag. Þegar með- bjálparastarfið losnaði síðast við Fagerborgarkirkjuna, var það lengi auglýst laust árangurslaust, þar til ungfrú Hansen sótti um stöðuna og fékk hana. Þetta var hennar fæðingar- sókn og það gladdi hana mjög að fá að starfa að þessum málum þar — safnaðarmálum. „Mér fannst dasamlegt að fá þetta embætti við kirkjuna, þar sem ég var skírð og fermd, þar sem ég hef verið í sunnudagaskóla og með í æskulýðs- starfi". En nú er bezt að ræða dálítið um starfið sjálft. Meðhjálp- arinn verður alltaf að vera á sínum stað hvenær sem ein- hver kirkjuleg athöfn á að fara fram. Við messurnar situr bún í stólnum sínum og stendur upp þegar það á við í messu- gerðinni. Hún leiðir safnaðarsönginn, því í Noregi tekur söfnuðurinn langtum meiri þátt í söngnum, bæði sálmunum og messusvörunum beldur en hér er gert. Þar stendur eng- inn æfður kirkjukór uppi á kirkjuloftinu. Þar er organist- mn einn, en söfnuðurinn niðri í kirkjunni syngur. En starf meðhjálparans er langtum víðtækara heldur en við eigum að venjast hér. Frk. Inger verður t. d. að gefa öll

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.