Kirkjuritið - 01.06.1963, Blaðsíða 42

Kirkjuritið - 01.06.1963, Blaðsíða 42
280 KIHKJURITID vottorð úr embættisbókum í sambandi við hjónavígslur, skírnir og jarðarfarir. Hún sér líka um útgáfu safnaðarblaðs- ins, fer í vitjanir til sjúkra, tekur þátt í æskulýðsstarfinu og lætur sér ekkert óviðkomandi sem lreyrir til kristilegu starfi innan Fagerborgarsafnaðar. Og það starf er margþætt. Það er starf fyrir börnin, það er félagsskapur fyrir æskulýðinn, sem heitir: „Komdu inn fyrir klúbburinn". Hann varð þann- ig til, segir frk. Inger: „Til mín komu nokkrar ungar stúlk- ur og báðu um heimilisföng aldraðs fólks í sókninni, sem annað hvort væri sjúkt eða einmana og þær gætu þá heim- sótt og gert eitthvað fyrir. Þær höfðu fengið áhuga á safn- aðarstarfinu og vildu fá að vera með til hjálpar á einhvern liátt. Við erum tíu ungar stúlkur, sem förum í heimsóknir um prestakallið", segir frk. Inger, „og það hefur vakið gleði og þakklæti meðal gamla fólksins, því að margir sitja ein- mana heima". Eg fer að hugleiða, bvort ung kona mundi ekki henta eins vel og karlmaður í meðhjálparastarfið yfirleitt. Ekki ætti liún síður að geta laðað að sér unga sem aldna, leiðbeint þeim, sem vildu taka þátt í safnaðarstarfinu, tekið að sér unglingana og börnin og tekið þau með sér í kirkjuna, fá unga fólkið til að hjálpa til við guðsþjónustuna, setja upp númerin, útbýta sálmabókum til kirkjugesta, leiða aldrað fólk til sætis, og veita því aðra aðstoð ef með þarf. Allir vita, að í eðli sínu eru unglingarnir mjög hjálpfúsir. Á þeim stendur ekki, ef þau fá rétta uppörfun og finna að þau geta gert gagn og starfað Guði til dýrðar. [Þess má geta að' frú Elísabet Magnúsdóltir í Bólstaðarhlíð var um skeið meðhjálpari þar við' kirkjuna. Ef til vill hafa fleiri konur verið' meðhjálparar hérlendis. — Ritstj.] LEIÐRÉTTING Slæm prentvilla slæddist inn í síðasta hefti, þótt raunar liggi hún í augum uppi af samhenginu. Á hls. 213, 9. lína að ofan, stendur: „íslands hamingju verður allt að vopni" í stað: „íslands óhamingju verður allt að' vopni. A hls. 211, 5. lína að neðan, slendur: landvistum í stað langvistum. Aðrar villur mun auðvelt að lesa í málið.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.