Kirkjuritið - 01.06.1963, Qupperneq 42

Kirkjuritið - 01.06.1963, Qupperneq 42
280 KIRKJURITIÐ vottorð úr embættisbókum í sambandi við lijónavígslur, skírnir og jarðarfarir. Hún sér líka um útgáfu safnaðarblaðs- ins, fer í vitjanir til sjúkra, tekur þátt í æskulýðsstarfinu og lætur sér ekkert óviðkomandi sem lieyrir til kristilegu starfi innan Fagerborgarsafnaðar. Og það starf er margþætt. Það er starf fyrir börnin, það er félagsskapur fyrir æskulýðinn, sem lieitir: „Komdu inn fyrir klúbburinn“. Hann varð þann- ig til, segir frk. Inger: „Til mín komu nokkrar ungar stúlk- ur og báðu um heimilisföng aldraðs fólks í sókninni, sem annað livort væri sjúkt eða einmana og þær gætu þá heiin- sótt og gert eittbvað fyrir. Þær liöfðu fengið ábuga á safn- aðarstarfinu og vildu fá að vera með til hjálpar á einlivern liátt. Við erum tíu ungar stúlkur, sem förum í heimsóknir um prestakallið“, segir frk. Inger, „og það liefur vakið gleði og þakklæti meðal gamla fólksins, því að margir sitja ein- mana lieima“. Ég fer að bugleiða, livort ung kona mundi ekki henta eins vel og karlmaður í meðbjálparastarfið yfirleitt. Ekki ætti bún síður að geta laðað að sér unga sem aldna, leiðbeint þeim, sem vildu taka þátt í safnaðarstarfinu, tekið að sér unglingana og börnin og tekið þau með sér í kirkjuna, fá unga fólkið til að bjálpa til við guðsþjónustuna, setja upp númerin, útbýta sálmabókum til kirkjugesta, leiða aldrað fólk til sætis, og veita því aðra aðstoð ef með þarf. Allir vita, að í eðli sínu eru unglingarnir mjög bjálpfúsir. Á þeim stendur ekki, ef þau fá rétta uppörfun og finna að þau geta gert gagn og starfað Guði til dýrðar. [Þess má geta að frú Elísabet Magnúsdóttir í BúlstuðarlilíiV var um skeið meðhjálpari þar við kirkjuna. Ef til vill hafa fleiri konur verið meðhjálparar hérlendis. — Ritstj.] LEIÐRÉTTING Slæm preiitvilla slæddist inn í síðasta hefti, þótt raunar iiggi liún í augum uppi af samhenginu. A bls. 213, 9. lína að ofan, stendur: „íslands hamingju verður allt að vopni“ í stað: „íslands óhamingju verður allt að vopni. A bls. 211, 5. lína að neðan, stendur: landvistum í stað langvistum. Aðrar villur mun auðvelt að lesu í málið.

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.