Kirkjuritið - 01.06.1963, Blaðsíða 43

Kirkjuritið - 01.06.1963, Blaðsíða 43
Friðrik Jóhannesson: Ljós í myrkri (Til sjúklinga frá sjúkling). Séra Sigurbjörn Á. Gíslason kveöur höfund þessarar smágreinar hafa verið' einhvern trústerkasta og trúglaöasta manninn, seni hann hafi kynnst um dagana. Hann var greindur maður og at- hafnasamur meðan heilsan leyfði. Þótt greinarstúfurinn væri sérprentaður á sínum tíma á hann eflaust erindi til ýmissa enn og má gjarnan geymast hér í ritinu. Upphafleg stafsetning er látin halda sér. — Ritslj. Mjer dettur í hug gamla orðtækið. „Enginn veit hvað átt nefir fyr enn misst hefir". Jeg hygg að þessi orð munu hvergi fremur sannast en á heilsunni, því þegar hún er farin, þá sjer niaður bezt hve mikill dýrgripur hún er; og getur þá svo farið, að manni hætti við að meta hana ofdýrt, en þá kalla jeg hana ofdýrt metna, ef maður við missi hennar verður vonlaus og kvíðafullur, og virðist lífið gjörsamlega sneytt allri gleði og ánægju, og ekki þess vert að lifa því lengur. Þessi hugsun flytur með sjer myrkur og kulda inn í sál sjúklingsins, svo honum liggur við að gleyma því, að Guð er góður og náðugur faðir, þegar hann vill ekki ljetta af manni krossinum, þó maður biðji hann um það. Jeg hefi reynt það sjálfur, að þegar svona stendur á fyrir manni, þá eru það einu úrræðin, að beygja sig undir Guðs hönd með auðmýkt og öruggu trausti, og biðja hann um styrk og þolinmæði til að bera þessa erfiðu stundarbyrði. Þegar jeg hefi beðið Guð, um þessa hluti, þá hefir hann bænheyrt mig á þann hátt, að jeg hefi fundið til hans nálægðar í sál minni; en það er svo unaðsríkt og gleðjandi að hugsa um það, og finna það og reyna, að sá Guð, sem alla hluti hefir skapað, °g allra manna ráð hefir í sinni hendi, að hann er þá líka svo miskunnsamur, mildur og lítillátur, að liann vill dvelja

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.