Kirkjuritið - 01.06.1963, Blaðsíða 44

Kirkjuritið - 01.06.1963, Blaðsíða 44
282 KIHKJURITH) hjá hverjum þeim, sem biður hann að koma til sín, hversu vesæll og lítilfjörlegur sem hann annars kann að vera í heims- ins augum. Mjer finnst þetta svo dýrmætt fyrir okkur sjúkl- ingana, sem ekki eigum kost á að njóta heimsins gæða og glaðværða, að við eigum kost á að njóta þeirrar gleði, sem ekki er bundin við þennan heim, og verður enn þá full- komnari og meiri, þegar þetta stundlega líf þrýtur. Við verð- um að reyna að undirbúa okkur svo, að við verðum hæfilegir til að njóta hennar, við megum ómögulega án hennar vera. Við megum ekki syrgja horfna heilsu, eins og þeir, sem enga von liafa, „því heilsuna síðar allir fá", (sem annars trúa Kristi); líka getur margt amað að manni, þó líkaminn sje hraustur; svo er því nú eins varið með hann, eins og önnur hjervistar gæði, að það er ekki nema um stundarsakir, sem sálin skemmtir sjer við íbúð hans; jafnvel þó hann reynist liraustur fram á elliár, þá er það hverfandi tími á móts við það, sem aldrei tekur enda. Reynum þess vegna til að vera hughraustir og þolinmóðir. Leitum á hans fund, sem frið- þægði fyrir syndir vorar, með dauða sínum á krossinum, sem hefir sagt og segir enn þá við hvern og einn Hðandi mann: „komið til mín allir þjer, sem berið þungar byrðar, og mun- uð þjer finna hvíld sálum yðar". Sannarlega mun það reyn- ast svo, að hver sá, sem með einlægri eftirlöngun leitar a Jesú fund, hann finnur við það frið og huggun, og öðlast þar með þá trú, sem gefur honum ljós í stað myrkurs, von i stað kvíða og örvæntingar. Þá von, að hann muni við enda þessa hfs fá að koma til Guðs og frelsarans, og mega vera hjá þeim, til að lofa Guð og þakka honum fyrir hans náðar- ríku handleiðslu gegnum dimma lífsins leið. Góður Guð gefi að sem flestir reyni með alvöru til að eignast þá trú. Viohót úr liréfi til S. Á. Gíslasonar „Tilfinningar mínar knýja mig til að segja þjer ögn ntíi líðan mína. Þú hefir þegar sýnt að þjer er annt um mína velferð með því að benda mjer á það Ijós, sem eitt megnai' að reka burt úr sálinni myrkur, kvíða og örvæntingu, þf*gar allar loptbyggingar vonarinnar um tímanlega lukku og vel-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.