Kirkjuritið - 01.06.1963, Qupperneq 47

Kirkjuritið - 01.06.1963, Qupperneq 47
KIRKJURITIÐ 285 Atvik málsins eru þessi: Um mánaðamótin janúar og febrúar 1898 andaðist að Ljósavatni í Bárðardal ekkjan Þuríður Eyjólfsdóótir. Þegar að henni látinni ráðgjörðu synir hennar, hinir ákærðu eða að minnsta kosti 3 þeirra, að flytja lík liennar upp að Skútustöðum við Mývatn, þar sem maður Þuríðar sálugu var grafinn. Hafði liún löngu áður en hún dó oftar en einu sinni látið í ljós j)á ósk sína, að bein liennar fengju að hvílast hjá manni sínum, enda liafði henni jiegar við fráfall manns hennar verið ætlaður legstaður þar. En þessi ráðagjörð jieirra bræðra fórst jió fyrir J>á sökum ýmislegra atvika. Þeir létu jarðsetja móður sína að Ljósavatni, en bjuggu j)ó svo um gröfina, að taka mætti upp kistuna seinna, })ví að })að var fastráðið áform þeirra, að flytja hina framliðnu, J)egar færi gæfist, upp að Skútustöðum og jarðsetja hana þar. En af óhjákvæmilegum ástæðum dróst flutningurinn þangað til í marzmán.. 1900. Um gröf hinnar framliðnu var þannig búið, að fleki var látinn ofan á kistuna, tii þess að mold ekki kæmist að lienni °g feygði hana, og síðan var moldin látin ofan á flekann. Það var ákærði, Jón, sem stóð fyrir upptekningu kistunnar með aöstoð ýmsra manna; reyndist kistan j)á óskemmd; að- eins var skrautið á henni og iiankarnir dottnir af. Síðan var Ivistan flutt upp að Skútustöðum og j)ar jarðsett af prófasti séra Árna Jónssyni, sem áður var kunnugt um að flutning- urinn átti að fara fram, með venjulegri viðhöfn. Þessi flutningur liinnar framliðnu af nánustu ættingjum l'ennar, er að öllu leyti fór fram sómasamlega, verður ekki skoðaður sem röskun á graflielginni og á því ekki undir 159. gr. hinna alm. liegningarlaga, og þar sem málshöfðunar- skipun amtsins er einskorðuð við þennan lagastaf, þarf ekki 1 l)essu máli að rannsaka, hvort hinir ákærðu hafi J)rotið gegn nokkrum öðrum lagaákvæðum. Það ber því að sýk na liina ákærðu af ákæru réttvísinnar 1 þessu máli, og eftir j)essum úrslitum málsins ber að greiða ullan af málinu löglega leiðandi kostnað, })ar með talin málsvarnarlaun í héraði og málflutningalaun til sóknara og svaramanna fyrir yfirdómi, málaflutningsmannanna Odds Uíslasonar og Einars Benediktssonar, 10 kr. til livors, af almannafé.

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.