Kirkjuritið - 01.06.1963, Side 48

Kirkjuritið - 01.06.1963, Side 48
286 KIRKJUKITIÐ Rekstur málsins í liéraði Iiefur orðið nokkuð seinfara, en héraðsdómarinn liefur réttlætt dóm þann, sem orðið hefur á málinu. Fyrir yfirdómi liefur flutningur málsins verið löglegur. Því dæmist rétt vera: Hinir ákærðu Jón, Sigurgeir, Jónas og Sigurður Jónssynir eiga að vera sýknir af ákæru réttvísinnar í þessu máli. Máls- kostnaður allur, þar með talin varnarlaun til talsmanns hinn'a ákærðu í liéraði, Árna prófasts Jónssonar, 5 kr., og málflutningslaun til sóknara og svaramanns fyrir yfirdómi, málaflutningsmannanna Odds Gíslasonar og Einars Bene- diktssonar, 10 kr. til livors þeirra, greiðist af almannafé. Aths.: Baldursheimshjónin Þuríður Eyjólfsdóttir og Jón Illugason voru hin merkustu og kynsæl. Sonardóttir þeirra Þuríður Sigurðardóttir og Sólveigar Pétursdóttur frá Reykjahlíð hýr nú í Baldursheimi. INNLENDAR FRÉTTIR Ný kirkja vígð a<) Lundi í BorgarfiriH Sunnudaginn 23. júní 1963 var vígð ný kirkja að Lundi í Lundarreykja- dal. Þar er forn kirkjustaður og var áður prestssetur en með prestakalla- samsteypunni 1907 var kallið sameinað Hestþingum (Hvanneyrarpresta- kalli). Kirkjan að Lundi var orðin allgömul, timburkirkja járnvarin, reist síðla á síðustu öld. Var hún mjög farin að hrörna. Árið 1955 hófu kvenfélagskonur í sókninni máls á því, að hafizt væri handa um við'gerð á kirkjunni og fegrun hennar. Félagið er ekki fjölmennt, að- eins 15 konur voru í því, þegar þetta gerðist. Samþykku )iær að heita sér fyrir fjáröflun til kirkjunnar. Sóknarncfndin tók í sama streng og varð þegar samstaða í sókninni um málið'. Við athugun á gömlu kirkj- unni þótti sýnt, að ekki mundi svara kostnaði að gera við hana og a safnaðarfundi 1960 var eftir ýtarlegar umræður samþykkt einróma að reisa nýja kirkju. Handhært fé til framkvæmda hafði söfnuðurinn ekki svo að' teljandi væri, því að' hann er fámennur, aðeins á annað hundr- að manns. En forgöngumenn létu það ekki á sig fá, heldur settu sér markið í fullri trú á framgang góðs máls. Þá bauð Þorvaldur Brynjólfs- son frá Hrafnahjörgum að' taka að sér umsjón með smíði kirkjunnar og lána alla vinnu sína fyrst um sinn. Þetta drengilega tilhoð var þegið með þökkum. En nokkur tími leið þar til húið var að útvega teikning- ar. Þegar þær komu frá leiknistofu húsameistara ríkisins 3. júlí 1961 var þegar í stað, eða 7. júlí s.á., byrjað að grafa fyrir grunni kirkjunnar

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.