Kirkjuritið - 01.06.1963, Page 49

Kirkjuritið - 01.06.1963, Page 49
KIBKJURITIÐ 287 °g 22. desember var lokiiV ad steypa veggi hennar. SíiVan var verkinu haldiö áfram við'stöð'ulítið, unz kirkjan var fullgerð á þessu vori og vígð, eins og fyrr segir, s.l. sunnudag, 23. júní. Kirkjan er 92 m2 að flatarniáli, steinsteypt með járnvörðu tiinhurþaki, veggir niúrhúöaöir að innan og einangraðir með’ varmaplasti, súð með trétexi. Hún rúmar 95 manns í sæti. Teikning er gerð á skrifstofu húsa- meistara ríkisins, járnaleikningar gerði Páll Flygenring. Þorvaldur Brynjólfsson annaðist smíða kirkjunnar að mestu, gröft fyr- ir grunni og múrverk. Hann hefur lánað mikið af byggingarefni og vinnulaun sín nær öll. Hefur þessi fágæti drengskapur ráðið' úrslitllm um það, að kirkjan komst upp svo fljótt og vel sem varð. Sóknarmenn hafa einnig lagt fram mikla sjálfhoðavinnu, bæði við steinsteypu og málningu utan. Brugðust þeir vel við jafnan þegar til þeirra var leit- að og komu venjulega fleiri en brýnasta nauðsyn bar til, að því er for- maður byggingarnefndar, frú Sigríður Jónsdóttir sagði á vígsludegi. Frú Sigríður er einnig formaður sóknarnefndar, en með henni í sókn- arnefnd eru Jón Guð'mundsson, Snartarstöðum og Pétur Guðmundsson, Skarði. Frú Gréta Björnsson gerði teikningu að tilhögun í kór og bekkjum og hún og maður hennar, Jón Björnsson, máluðu kirkjuna innan. Eins og fyrr segir höfðu konur í Lundarsókn frumkvæði í þessu máli, en óhætt er að segja, að frú Sigríður Jónsdóttir, húsfreyja að Lundi, liafi átt mestan þátt í því að hrinda því af stað og koma því fram. Maður hennar, Gísli Brynjólfsson, bóndi að Lundi, bróðir Þorvaldar frá Hrafna- björgum, hefur og með' ráðum og dáð’ stutt málið. Lundarheimilið hef- ur verið miðstöð allra framkvæmda og enginn átroðningur verið eftir tal- mn né fyrirhöfn spöruð. Otul forganga og ósérplægni þessara hjóna og Þorvaldar hefur verið metin og kom það glöggt fram á vígsludegi. En frú Sigríður sagði í lok ræð'u sinnar, þegar hún rakti sögu byggingar- málsins: „Það er gaman að sluðla að verki, þar sem allir vilja rétta hönd til hjálpar, eins og við þessa kirkjubyggingu“. Sóknarpresturinn, séra Guðmundur Þorsteinsson á Hvanneyri, liefur verið traustur hvatamaður í þessu máli. Er önnur kirkja í sniíðum í Preslakalli hans, kirkjan að Bæ, og munu Bæjarmenn hafa fullan hug á að skila því verki í höfn áður en langt líður. Vígsla hinnar nýju kirkju að Lundi hófst kl. 2 með skrúðgöngu presta og nefndarmanna safnaðarins úr gömlu kirkjunni, sem enn stend- ur. Aðstoðarmenn við vígsluna voru prófasturinn, sr. Sigurjón Guðjóns- son, Saurbæ, sr. Einar Guðnason, Reykholti, sr. Guðmundur Sveinsson, Bifröst, og Þorsteinn Kristleifsson, Gullberastöðum. Biskup vígði, sóknar- Prestur, sr. Guðmundur Þorsteinsson, flutti stólræðu, skírði eilt barn í messunni og annað'ist altarisþjónustu ásamt biskupi. Gísli Brynjólfsson, Lundi, flutti bæn í kórdyrum, organleik og söngstjórn annað’ist Þorvald- ur Brynjólfsson. Meðhjálpari var Krislján Davíðsson, Oddstöðum. Fjöl- menni var við vígsluna og að henni lokinni var samsæti í félagsheimil- inu að Brautartungu. Kvenfélag sveitarinnar hafði veitingar af mikilli fausn. Margar ræður voru fluttar og sungið á milli og stóð hófið fram

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.