Kirkjuritið - 01.06.1963, Qupperneq 50

Kirkjuritið - 01.06.1963, Qupperneq 50
288 KIRKJUHITIÐ á kvöld. Málti glöggt fiiina samhuga gleði sóknarnianna yfir þeim sigri, sem nú var unninn, þegar ný og myndarleg kirkja var risin á hinum fornhelga kirkjustað. Einnig voru viðstaddir nokkrir hurtfluttir Lund- dælingar og kveðjur hárust frá öðruni, en ýmsir, sem fluttir eru í önnur héruð og eiga helgar minningar um Lundarkirkju, hafa með gjöfuin og uppörfun stutt hcimamenn í þessu göfuga stórvirki. Hátí'ii ali Laugarvatni. — Sunnudaginn 21. apríl s.l. var guðsþjónusta haldin í Hcraðsskólamuu að Laugarvatni. Við það tækifæri voru afhentar veglegar gjafir til niinningar uin frú Þorbjörgu Þorkelsdóttur. Nánasta fjölskylda Þorhjargar sálugu, eiginniaður hennar, börn henn- ar og makar þeirra gáfu altariskross. En systur hennar og mágkona gáfu altarisstjaka. Gripir þessir eru mjög fagrir og tilkomumiklir og vöktu al- nienna hrifningu viðstaddra. Gefendur hafa tekið fram, að gripunum sé ætlað að prýða altari vænt- anlegrar kirkju að Laugarvatni, þegar hún verður reist, cn þangað til verða þeir notaðir við guðsþjónustur í salarkynnum skólasetursins. Prestur við athöfn þessa var síra Ingólfur Astmarsson hiskupsritari. — Lýsti hann gjöfnnum, minntist frú Þorhjargar sálugu og flutti þakkir. — En sonarbörn frú Þorhjargar, lljarni og Þorhjörg tendruðu ljósin á alt- arisstjökunum. Guðsþjónustan var mjög hálíðleg og fjöhuenn. Þorhjörg Þorkelsdóttir var eiginkona Bjarna Bjarnasonar skólastjóra. Átti hún ekki lítinn þált í að móta heimilisanda skólans fyrstu tvo ára- tugina, þar eð liún var húsmóðir staðarins mcstan hluta þeirra. En hún var, svo sem kunnugt er, með afbrigðum ástsæl sakir göfugmennsku og mikilla mannkosta. Er frú Þorhjörg lézt, 21. ajiríl 1946, var þá þegar stofnaður ininningar- sjóður um hana. Sjóðurinn var stofnaður af kennurum héraðsskólans, eii konur í Laugardal og fleiri gáfu þá fé í sjóðinn. I skipulagsskrá sjóðsins er svo kveðið á, að sjóðnum skuli varið til þess að prýða horð við guðsþjónustur að Laugarvatni og síðar skrýða altari, þegar kapella eða kirkja hefur verið reist þar. Formaður sjóðsstjórnar er frk. Jensína Halldórsdóttir forstöðukona Hús- mæðraskóla Suðurlands, og veitir húu viðtöku gjöfuni í sjóðinn. 14. maí s.I. var stofnaður lcirkjukór SkarSssóknar á Skarðsströnd. — Stofnendur voru 15. Stjórn skipa: Björn Guðmundsson, líeyniskeldii, formaður. Valdís Þórðardóttir, Búðardal, ritari og Hrefna Olafsdóttn', Ytri-Fagradal, féhirðir. — Organleikari er Magnús Halldórsson. — Kjart- an Jóhannesson, söngkennari stofnaði kórinn. Björn Björnsson, Magnússonar, prófessors, hefur nýlega lokið prófi ur guðfræðideild háskólans með hæstu einkunn, sem þar liefur verið gefin. Á hvítasunnudag vígði biskup íslands þrjá guðfrœSinga: Bjarna Guð- jónsson, settan prest að Valþjófsslað, Helga Tryggvason, settan prest að Miklabæ og Sverri Haraldsson, setlan prest að Nesjamýri.

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.