Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1963, Page 5

Kirkjuritið - 01.12.1963, Page 5
Heilög jól (Lag eftir A. Adams) Ó, heilög nótt, þín stjörnublysin björtu þau boða mannheimi gleðileg jól. Þú fyllir ást og mildi mannleg hjörtu og markar brautina hækkandi sól. Oss fögnuð veitir faðir allra gœða, því frelsarinn á jörðu hefur gist. Nú lyftum glaðir hjörtum uþp til hceða þá helgu nótt, sem gaf oss sjálfan Krist. O, nótt, ó, heilög nótt, sem gafst oss Krist. Úr Austurlöndum langa vegu sóttu í leit að barninu vitringar þrír. Oss Ijstu, Guð minn, leið á helgri nóttu til lausnarans góða, er meðal vor býr. Því hann, sem var í lága jötu lagður í lífsins sorg og þrautum vinur er. Hann Drottinn Kristur er af englum sagður. Vor ást og fyllsta lotning honum ber. Vor ást og fyllsta lotning honum ber. Hann kennir öllum bróðurþel að bera, hann boðar kcerleik og frið sinn á jörð. Hvern hlekk skal mola, menn skal frjálsa gera, um mannhelgi og scettir standa skal vörð. 1 Jesú nafni jól á ný vér höldum, þér, Jesú, fögnum vér, sem með oss býrð, Og þér af hug og hjarta þökk vér gjöldum, sem hingað komst til vor úr þinni dýrð, sem hingað komst til vor úr þinni dýrð. E. M. J. þýddi úr ensku.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.